Kristján Finnbogason er konungur vítakeppna á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2012 08:00 Kristján Finnbogason varði þrjú síðustu víti FH-inga. Mynd/Vilhelm Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Kristján sýnir snilli sína í vítakeppnum og það er orðið óhætt að kalla hann konung vítaspyrnukeppna á Íslandi. Kristján hefur nefnilega unnið allar fjórar vítakeppnir sínar í aðalkeppni bikarsins og þetta var í þriðja sinn sem hann ver tvö víti eða fleiri í vítakeppni. Kristján vann einnig vítakeppni í 8 liða úrslitum 2006, 16 liða úrslitum 2005 og í 8 liða úrslitum 1995 en í öll þau skipti var hann markvörður KR-liðsins. Kristján hefur gert gott betur en að stoppa vítaspyrnur andstæðinganna því hann hefur einnig skorað sjálfur í tveimur vítakeppnum. Kristján hefur samtals varið 8 af 19 vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í vítakeppnum í aðalkeppni bikarsins en það gerir magnaða 42 prósent markvörslu. Kristján komst í hóp með fjórum öðrum markvörðum sem hafa náð að verja þrjú víti í einni vítaspyrnukeppni en það eru þeir Gunnleifur Gunnleifsson (FH-Breiðablik 3-1, 2010), Amir Mehica (Haukar-Fram 4-3, 2007), Sandor Matus (KA-ÍBV 3-0, 2004) og Þorsteinn Bjarnason (Keflavík-Selfoss 2-1, 1990). Kristján setti einnig nýtt met með því að verða fyrsti markvörðurinn til að verja tvo víti eða fleiri í þremur vítakeppnum. Hann átti áður metið með þeim Bjarna Sigurðssyni (1984 og 1990) og Hauki Bragasyni (1994). KR-ingar hafa sem dæmi farið í eina vítakeppni eftir að Kristján missti sæti sitt í aðalliðinu og sú vítakeppni tapaðist 0-3 á móti Val árið 2007. Vítakeppnir Krisjáns Finnbogasonar í aðalkeppni bikarsins:2012 með Fylki á móti FH Varði 3 af 5 spyrnur, Fylkir vann 3-22006 með KR á móti ÍBV Varði 1 af 4 spyrnum, KR vann 4-22005 með KR á móti Víkingi Varði 2 af 7 spyrnum, KR vann 6-51995 með KR á móti Þór Ak. Varði 2 af 3 spyrnum, KR vann 3-1 Íslenski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Kristján sýnir snilli sína í vítakeppnum og það er orðið óhætt að kalla hann konung vítaspyrnukeppna á Íslandi. Kristján hefur nefnilega unnið allar fjórar vítakeppnir sínar í aðalkeppni bikarsins og þetta var í þriðja sinn sem hann ver tvö víti eða fleiri í vítakeppni. Kristján vann einnig vítakeppni í 8 liða úrslitum 2006, 16 liða úrslitum 2005 og í 8 liða úrslitum 1995 en í öll þau skipti var hann markvörður KR-liðsins. Kristján hefur gert gott betur en að stoppa vítaspyrnur andstæðinganna því hann hefur einnig skorað sjálfur í tveimur vítakeppnum. Kristján hefur samtals varið 8 af 19 vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í vítakeppnum í aðalkeppni bikarsins en það gerir magnaða 42 prósent markvörslu. Kristján komst í hóp með fjórum öðrum markvörðum sem hafa náð að verja þrjú víti í einni vítaspyrnukeppni en það eru þeir Gunnleifur Gunnleifsson (FH-Breiðablik 3-1, 2010), Amir Mehica (Haukar-Fram 4-3, 2007), Sandor Matus (KA-ÍBV 3-0, 2004) og Þorsteinn Bjarnason (Keflavík-Selfoss 2-1, 1990). Kristján setti einnig nýtt met með því að verða fyrsti markvörðurinn til að verja tvo víti eða fleiri í þremur vítakeppnum. Hann átti áður metið með þeim Bjarna Sigurðssyni (1984 og 1990) og Hauki Bragasyni (1994). KR-ingar hafa sem dæmi farið í eina vítakeppni eftir að Kristján missti sæti sitt í aðalliðinu og sú vítakeppni tapaðist 0-3 á móti Val árið 2007. Vítakeppnir Krisjáns Finnbogasonar í aðalkeppni bikarsins:2012 með Fylki á móti FH Varði 3 af 5 spyrnur, Fylkir vann 3-22006 með KR á móti ÍBV Varði 1 af 4 spyrnum, KR vann 4-22005 með KR á móti Víkingi Varði 2 af 7 spyrnum, KR vann 6-51995 með KR á móti Þór Ak. Varði 2 af 3 spyrnum, KR vann 3-1
Íslenski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira