Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 16:04 Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum. Fjölnismenn skoruðu fimm mörk í seinni hálfleik í 6-2 stórsigri í Víkinni en þetta var fyrsta tap Víkingsliðsins undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. Helgi Sigurðsson opnaði markareikning sinn í sumar snemma leiks og Víkingsliðið komst í 1-0 og 2-1. Fjölnismenn gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa núna unnið þrjá leiki í röð og skorað í þeim fjórtán mörk. Fjölnir og Haukar eru bæði taplaus og með 11 stig en Fjölnir er með betri markatölu og situr því á toppnum. Bæði mörk Hauka í 2-1 sigri á botnliði Leiknis komu í seinni hálfeik en lærisveinar Willums Þórs Þórssonar í efra Breiðholtinu hafa aðeins náð í tvö stig í fyrstu fimm umferðunum. Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði mark Leiknis undir lokin en fékk rauða spjaldið mínútu síðar. Víkingar úr Ólafsvík og ÍR-ingar unnu bæði endurkomusigur í sínum leikjum en KA og Tindastóll gerðu síðan jafntefli í fimmta og síðasta leik dagsins. Víkingar úr Ólafsvík eru með 10 stig og komust því líka upp fyrir Þór sem var á toppnum fyrir leiki dagsins.Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:Haukar - Leiknir R. 2-1 1-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (53.), 2-0 Hilmar Trausti Arnarsson, víti (61.(), 2-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson (89.)ÍR - Höttur 2-1 0-1 Þórarinn Máni Borgþórsson (9.), 1-1 Halldór Arnarsson (51.), 2-1 Elvar Páll Sigurðsson (56.)Víkingur R. - Fjölnir 2-6 1-0 Helgi Sigurðsson (14.), 1-1 Sjálfsmark (16.), 2-1 Sjálfsmark (23.), 2-2 Sjálfsmark, 2-3 Pablo Punyed (66.), 2-4 Ágúst Örn Arnarson (70.),2-5 Bergsveinn Ólafsson (83.), 2-6 Ásgeir Aron Ásgeirsson (86.)KA - Tindastóll 2-2 0-1 Ben J Everson (11.), 1-1 Brian Gilmour (15.), 2-1 Ævar Ingi Jóhannesson (28.), 2-2 Ingvi Hrannar Ómarsson (44.)Víkingur Ó. - Þróttur R. 2-1 0-1 Oddur Björnsson (70.), 1-1 Eldar Masic (75.), 2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (82.) Upplýsingar um markaskorara í leikjunum eru fengnar að hluta frá fótbolti.net og að hluta frá úrslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum. Fjölnismenn skoruðu fimm mörk í seinni hálfleik í 6-2 stórsigri í Víkinni en þetta var fyrsta tap Víkingsliðsins undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. Helgi Sigurðsson opnaði markareikning sinn í sumar snemma leiks og Víkingsliðið komst í 1-0 og 2-1. Fjölnismenn gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa núna unnið þrjá leiki í röð og skorað í þeim fjórtán mörk. Fjölnir og Haukar eru bæði taplaus og með 11 stig en Fjölnir er með betri markatölu og situr því á toppnum. Bæði mörk Hauka í 2-1 sigri á botnliði Leiknis komu í seinni hálfeik en lærisveinar Willums Þórs Þórssonar í efra Breiðholtinu hafa aðeins náð í tvö stig í fyrstu fimm umferðunum. Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði mark Leiknis undir lokin en fékk rauða spjaldið mínútu síðar. Víkingar úr Ólafsvík og ÍR-ingar unnu bæði endurkomusigur í sínum leikjum en KA og Tindastóll gerðu síðan jafntefli í fimmta og síðasta leik dagsins. Víkingar úr Ólafsvík eru með 10 stig og komust því líka upp fyrir Þór sem var á toppnum fyrir leiki dagsins.Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:Haukar - Leiknir R. 2-1 1-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (53.), 2-0 Hilmar Trausti Arnarsson, víti (61.(), 2-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson (89.)ÍR - Höttur 2-1 0-1 Þórarinn Máni Borgþórsson (9.), 1-1 Halldór Arnarsson (51.), 2-1 Elvar Páll Sigurðsson (56.)Víkingur R. - Fjölnir 2-6 1-0 Helgi Sigurðsson (14.), 1-1 Sjálfsmark (16.), 2-1 Sjálfsmark (23.), 2-2 Sjálfsmark, 2-3 Pablo Punyed (66.), 2-4 Ágúst Örn Arnarson (70.),2-5 Bergsveinn Ólafsson (83.), 2-6 Ásgeir Aron Ásgeirsson (86.)KA - Tindastóll 2-2 0-1 Ben J Everson (11.), 1-1 Brian Gilmour (15.), 2-1 Ævar Ingi Jóhannesson (28.), 2-2 Ingvi Hrannar Ómarsson (44.)Víkingur Ó. - Þróttur R. 2-1 0-1 Oddur Björnsson (70.), 1-1 Eldar Masic (75.), 2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (82.) Upplýsingar um markaskorara í leikjunum eru fengnar að hluta frá fótbolti.net og að hluta frá úrslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira