Bláa lónið

Fréttamynd

Upp­lýsum ferða­menn

Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi.

Skoðun
Fréttamynd

Kynnis­ferðir hætta ferðum í Bláa lónið

Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Vef­­mynda­­vélar í beinni frá Þor­birni

Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur töluverður hraði verið á landrisi við Þorbjörn. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu, þar sem sjá má útsýnið af Þorbirni, yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann annars vegar og svo Grindavík hinsvegar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum al­farið ráð­leggingum sér­fræðinganna“

Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 

Innlent
Fréttamynd

Er­lendu leik­menn Grinda­víkur vel upp­lýstir: „Nóttin var ekkert eðli­leg“

Ólafur Ólafs­­son, fyrir­­liði Grinda­víkur í körfu­­boltanum, segir vel haldið utan um er­­lendu leik­­mennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir al­­menni­­legri jarð­­skjálfta­­virkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er ró­­legur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Lokum Bláa lóninu

Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag.

Skoðun
Fréttamynd

Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu

Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins.

Innlent
Fréttamynd

Vel undir­búin fari að gjósa

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup.

Innlent
Fréttamynd

„Það skemmir ekki hár“

Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. 

Innlent
Fréttamynd

Gest­ir Bláa lóns­ins verð­a færr­i en fram­legð mun auk­ast um liðlega fjórðung

Ferðaþjónusta þarf breytast frá því að einblína á magn í framlegð, rétt eins og sjávarútvegur gerði í kringum 1980, sagði seðlabankastjóri. Forstjóri Bláa lónsins sagði að horft sé til þess í hans rekstri að í ár verði gestir 20-30 prósent færri en framlegðin aukist um 20-30 prósent. „Við erum á þessari vegferð sem stjórnvöld kalla eftir,“ sagði hann.

Innherji
Fréttamynd

Stærstu hlut­hafar Bláa lónsins vilja ekki selja sig niður við skráningu á markað

Stærstu hluthafar Bláa lónsins eru lítt áhugasamir um að losa um eignarhluti sína í félaginu í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað síðar á árinu og því horfir ferðaþjónustufyrirtækið fremur til þess að fara þá leið að auka hlutafé sitt. Erfiðar markaðsaðstæður réðu mestu um að hætt hefur verið við að stefna að skráningu félagsins núna á vormánuðum, að sögn stjórnarformanns Bláa lónsins.

Innherji
Fréttamynd

Stefna að skráningu Bláa lónsins í haust

Stjórn Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að skrá félagið í Kauphöllina í haust. Þetta staðfestir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Bláa lónsins, í samtali við Innherja, en hann kynnti ákvörðunina á hluthafafundi félagsins í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs

Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári.

Innherji
Fréttamynd

Innsýn inn í heim Bláa lónsins á Hafnartorgi

Flestir Íslendingar eru stoltir af Bláa lóninu enda er það nefnt af mörgum sem eitt af undrum veraldar. Stór hluti af töfrum þess er hversu mikið hefur verið nostrað við umhverfið. Arkitektúrinn í kringum lónið og The Retreat hótelið eru í heimsklassa. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stoðir bæta við sig í Bláa lóninu fyrir nærri 700 milljónir

Fjárfestingafélagið Stoðir, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Bláa lónsins í lok ágústmánaðar í fyrra með kaupum á 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, þáverandi stjórnarformanni félagsins, bætti nokkuð við eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu síðar á árinu og fer núna með samtals 7,3 prósenta eignarhlut. Nokkrir minni hluthafar í Bláa lóninu seldu bréf sín í félaginu á síðustu mánuðum ársins 2021.

Innherji