„Nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 16:31 Helga Árnadóttir segir forsvarsmenn Bláa lónsins vinna í nánu samstarfi við yfirvöld og almannavarnir. Vísir/Arnar Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Í samtali við fréttastofu segir hún afar góða tilfinningu að opna lónið á ný. „Það var gott að sjá nýja hættumatskortið sem kom frá almannavörnum í gær sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. En auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og þessvegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats.“ Ekki beri á neinni ónotatilfinningu Miklar jarðhræringar hafa verið á svæðinu undanfarin mánuði og ár, og enn mælist landris undir Svartsengi. Helga segir þó ekki bera á neinni ónotatilfinningu hjá starfsfólki né hjá gestum. Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.Vísir/Vilhelm „Ég vil nú ekki segja það. Við erum fyrst og fremst glöð að fá að hefja störf. Við erum með sérfræðinga á heimsmælikvarða sem rýna stöðuna hverju sinni, við fylgjum þeim í einu og öllu,“ segir Helga. Hins vegar má segja að þetta sé nýr og breyttur veruleiki sem við ætlum að lifa með og erum að aðlaga okkur að. „Hann hefur kennt okkur að við munum þurfa að opna og loka aftur í einhver skipti.“ Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Aðspurð um viðbrögð við þeim ummælum segist Helga geta tekið undir þau. „Stór hluti af ferðamönnum sem koma til landsins koma til okkar í Bláa lónið. Það sem hann á væntanlega við og við höfum verið horfa til, er að geta unnið í nánu samtali við yfirvöld til að rýna stöðuna. Það gefur okkur þann sveigjanleika að geta haft opið þegar það er í lagi og þá loka þess á milli. Þetta er þessi nýju veruleiki og mikilvægt að sé full athygli á þetta svæði eins og hefur verið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira