Það er ekki bara sjálft lónið sem opnar aftur, heldur önnur starfsemi tengd því, líkt og kaffihús, veitingastaðir og baðhús. Hins vegar mun hótel lónsins vera lokað þangað til á fimmtudaginn þegar möguleg opnun verður er skoðuð á ný.
Fram kemur að opnunartími lónsins verður breyttur, eða frá klukkan ellefu að morgni til átta á kvöldi á hverjum degi.
Í tilkynningunni er því haldið fram að þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesskaga séu innviðir lónsins í frábæru ásigkomulagi. Einhverjar byggingar hafi þó orðið fyrir einhverjum skemmdum.