„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 11:55 Jóhannes Þór segir að til framtíðar verði að liggja fyrir áætlanir fyrir atvinnustarfsemi í Svartsengi. Vísir/Arnar Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“ Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, kaffihússins, vetiingastaðarins Laca, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef lónsins var ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar opnuninni. „Ég held að það sé bara afar mikilvægt að það sé hægt að halda uppi starfsemi fyrirtækjanna í Svartsengi, þegar öryggisaðstæður sýna að það er mögulegt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SA. Bláa lónið sé mikilvægasta vörumerki Íslands út á við. „Það er mjög mikið af gestum sem sækja Bláa lónið, af heildargestafjölda sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes og bætir við að á síðasta ári hafi um annar hver ferðamaður sem hingað kom farið í Bláa lónið. Önnur staða en í Grindavík Um gagnrýni á að lónið geti verið opið en ekki sé ráðist í verðmætabjörgun í Grindavík segir Jóhannes að Svartsengi sé í annarri stöðu en Grindavíkurbær. „Miðað við hættumat Veðurstofunnar þá myndi gos innan varnargarðanna utan um Svartsengi þýða töluvert langan aðdraganda, fjórar til sjö klukkustundir að minnsta kosti. Því myndu fylgja miklir jarðskjálftar. Þetta eru svona þær upplýsingar sem gefnar hafa verið út.“ Bláa lónið og önnur fyrirtæki á svæðinu hafi sýnt fram á að rýmingar geti gengið hratt fyrir sig. Hættan sé því í lágmarki. „Ég ætla hins vegar ekki að leggja mat á það hvort fólk eigi að fá að sækja verðmæti í Grindavík, ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir Jóhannes. Til framtíðar skipti mestu máli varðandi atvinnustarfsemi í Svartsengi að fyrir liggi lausnir og skýrar áætlanir um rýmingar, lokanir og opnanir eftir atvikum. „Þannig að þetta geti virkað til lengri tíma, því hinn möguleikinn er sá að þessi starfsemi verði lögð niður og það er bara einfaldlega ekki í boði.“
Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. 18. janúar 2024 13:47