Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

Streymisveita ríkisins verður „heljarinnar maskína“, segir stjórnandi hjá Nova

Ríkið mun fjárfesta að óþörfu og skapa varanlegan kostnað ef áform þess um þróun á streymisveitu verða að veruleika. Innlendar streymisveitur, sem geta tekið að sér að dreifa íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum, eru nú þegar til staðar og ríkið þyrfti að eyða miklu púðri í að halda streymisveitunni í takt við tímann. Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.

Innherji
Fréttamynd

Um­­­deildur Ís­lands­þáttur Top Gear endaði á æsi­­legum kapp­akstri að barmi Rauðu­­skálar

Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar.

Innlent
Fréttamynd

HBO segist vilja koma til Íslands fái Framsókn sínu framgengt

Í bréfi sem íslenskum stjórnvöldum barst í síðasta mánuði lýsir sjónvarpsstöðin og streymisveitan HBO yfir áhuga á því að taka upp heilu verkefnin á Íslandi. Til að svo verði, þarf hins vegar að verða af kosningaloforðum Framsóknarflokksins um að hækka hlutfall endurgreiðslu á sjónvarps- og kvikmyndaverkefni sem tekin eru á Íslandi. Framsóknarmenn ætla að halda málinu til streitu við gerð stjórnarsáttmála, en fjármálaráðherra hefur sagt hugmyndina óraunhæfa.

Innherji
Fréttamynd

Greind með sama ban­væna sjúk­dóm og pabbi hennar

Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn fyrr á þessu ári. Faðir hennar, trommarinn Rafn Ragnar Jónsson, lést úr sama sjúkdómi árið 2004 þá 49 ára gamall. Þetta kemur fram í þættinum Okkar á milli sem sýndur verður á RÚV í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðþekktir einstaklingar flykktust með börnin í bíó

Það var mikill stjörnufans i Smárabíói þegar íslenska barna- og fjölskyldumyndin Birta var frumsýnd. Salka Sól mætti ólétt og geislandi en hún leikur eitt aðalhlutverkið ásamt Kristínu Erlu Pétursdóttir og Margréti Júlíu Reynisdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Upphafsspyrna Hannesar gæti skotið honum á svið með meisturunum

Það vakti athygli bíóunnenda og fleiri þegar í ljós kom að kvikmyndin Leynilöggan rakaði inn 15,9 milljónum króna opnunarhelgina 22. til 24. október. Aðeins einu sinni áður hafði kvikmynd rofið 15 milljóna múrinn og var það fyrir fimmtán árum. Ýmislegt hefur breyst í landslaginu síðan þá, bæði hvað varðar aðsókn í bíó og verðlag í landinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leyni­löggan sýnd víða í Evrópu og Asíu

Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Alief hefur selt sýningarrétt að Leynilöggunni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu. Leynilöggan hefur gengið fyrir fullum kvikmyndahúsum hér á landi alla vikuna og hefur hlotið mikið lof. 

Bíó og sjónvarp