Fjölnir

Fréttamynd

Dofri leggur skóna á hilluna

Dofri Snorrason hefur ákveðið að kalla þetta gott og hefur lagt skóna á hilluna eftir þrettán ár í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélaginu KR en hefur einnig spilað fyrir Víking, Selfoss og Fjölni á ferli sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Oft blóðugir bar­dagar milli syst­kinanna

María Dögg Nelson, Þróttari og systir bardagakappans Gunnars Nelson, segir mega þakka slagsmálum þeirra systkinanna sem börn að Gunnar hefði náð svo langt í sinni grein. Þetta kom fram í síðasta þætti af Kviss þar sem Fjölnir og Þróttur mættust í 16 liða úrslitunum.

Lífið
Fréttamynd

Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil

Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum

Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL.

Sport
Fréttamynd

Hallgrímur tekur við Fjölni

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur komist að samkomulagi við Hallgrím Brynjólfsson um að hann taki við sem þjálfari kvennaliðs félagsins í Subway-deild kvenna á næsta tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Víkingur einum sigri frá Olís-deildinni

Víkingur Reykjavík vann mikilvægan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Fjölni í öðrum leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili, 25-29.

Handbolti
Fréttamynd

„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“

„Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristjana Eir hætt með Fjölni

Kristjana Eir Jónsdóttir mun ekki stýra Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Hún og Fjölnir hafa komist að sameiginlegi niðurstöðu um að hún hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Gert upp á milli barna í Reykjavík

Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta.

Skoðun
Fréttamynd

Lokunin aug­ljóst merki um mis­munun

Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar.

Innlent