„Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Atli Arason skrifar 28. nóvember 2023 23:00 Hallgrímur var allt annað en sáttur að leik loknum. Vísir/Vilhelm Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. „Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
„Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55