„Við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2024 21:54 Hallgrímur er þjálfari Fjölnis. Vísir/Vilhelm Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með lið Fjölnis þegar þau áttust við í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var þriðji sigur Keflavíkur í seríunni og sópuðu þær Fjölni úr leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. „Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
„Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira