UMF Grindavík

Fréttamynd

Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar

Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“

Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er alveg brjálaður“

Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“

Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta?

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Grinda­­vík - Njarð­­vík 71-94 | Ís­kaldir Grind­víkingar áttu ekki séns í sjóð­heita Njarð­víkinga

Njarðvíkingar mættu til Grindavíkur í miklum ham í kvöld, búnir að vinna fimm leiki í röð, þar sem þeir mættu löskuðu liði Grindvíkinga. Heimamenn án Gaios Skordilis sem tók út leikbann og komu inn í þennan leik með fjóra ósigra í röð á bakinu. Fór það svo að gestirnir unnu öruggan sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðal­lega fyrir and­legu hliðina að koma aftur og vera með

Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021.

Körfubolti