„Náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2024 21:22 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Það var sigurreifur og kampakátur Þorleifur Ólafsson sem mætti í viðtal eftir sigur hans kvenna í Grindavík á Þór í Smáranum í kvöld, 93-75. Sópurinn á loft og Grindavík komið nokkuð örugglega í 4-liða úrslit Subway-deildar kvenna. „Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Ég talaði um í hálfleik að við þyrftum að læsa þessu almennilega. Við vorum með lítil móment sem komu, það var rosalega gaman og allir að fagna en við náðum ekki alveg að drepa þetta. Það er kannski vegna þess að Þór er hörkulið og gefst ekki upp. En svo í seinni hálfleik, eins og þessir leikir hafa kannski þróast, þá erum við sterkari á svellinu í þriðja og fjórða leikhluta. Við bara héldum áfram og „náðum að valta yfir þær í seinni hálfleik.“ Það voru nokkir athyglisverðir dómar sem féllu í kvöld og Lalli var ekki alltaf parsáttur með ákvarðarnir dómaranna í kvöld, en Grindavík fékk dæmdar á sig 20 villur gegn 13 og Danielle Rodriguez fór út af með fimm villur í þriðja leikhluta. Lalli var engu að síður mjög diplómatískur í svörum um dómgæsluna, enda kannski engin ástæða til að væla yfir dómgæslu þegar maður vinnur leikinn, jafnvel þó svo að aðrir Lallar velji að gera það. „Þeir eru að gera sitt besta. Ég trúi því og ég veit það. Það er rétt hjá þér, ég var ekkert sammála mjög mörgu þarna. En við unnum. Þeir stóðu sig vel og við stóðum okkur vel og ég er bara sáttur.“ Þórsarar voru með áðurnefnda Dani í strangri gæslu og hún skoraði ekki jafn mikið og í síðustu leikjum en gaf engu að síður ellefu stoðsendingar. Aðrir leikmenn Grindavíkur stigu sömuleiðis upp og röðuðu niður stigum í staðinn. „Dani er líka bara klók að því leytinu til að hún sá hvað var í gangi. Þær voru ekki að skipta og Eva var alveg á henni. Þegar Dani var að skrína þá hélt hún skríninu og þá urðu þær galopnar. Þegar hún var að keyra inn í teiginn voru þær að þjappa teiginn og þá var hún að gefa hann út. Yfir heildina vorum við að láta boltann ganga rosalega vel og margar sem skoruðu. Frábært að sjá að við vorum gott lið sóknarlega og ég hef verið að kalla svolítið eftir því að við séum að deila boltanum svolítið.“ Lalli var ekki tilbúinn að spá neitt í næstu umferð enda ekki komið á hreint hverjir andstæðingar Grindavíkur verða. „Það er of snemmt því þetta er ekki svona „bracket“ eins og við þekkjum í Bandaríkjunum.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira