Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2026 15:56 Natan kannast ekki við að hafa skráð sig á listann hennar Heiðu Bjargar. Vísir/Vilhelm Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð. Heiða Björg birti í dag færslu á Facebook þar sem hún þakkar sýndan stuðning í aðdraganda spennandi prófkjörs Samfylkingarinnar í borginni. Þar etur hún kappi við Pétur Marteinsson um oddvitasæti flokksins. „Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri er sönn baráttukona fyrir jöfnuði og jafnrétti. Hún hefur ítrekað leitt jafnaðarfólk til valda og haft afgerandi forystu um mikilvægar samfélagsbreytingar í anda jafnaðarstefnunnar. Hún hefur yfirburða þekkingu og reynslu af borgarmálum. Heiða Björg er sigurvegari og mannasættir, pólitískur dugnaðarforkur sem lætur verkin tala!“ segir í stuðningsyfirlýsingu sem nokkuð stór hópur fólks hefur skrifað undir. Á listanum má sjá ýmis nöfn sem ekki koma á óvart. Þar má nefna Alexöndru Ýr van Erven, Birgi Dýrfjörð, Ellen Calmon, Helga og Hildi Hjörvar, Guðnýju Maju Riba, Róbert Marshall, Sabine Leskopf, Vilhjálm Þorsteinsson og svo mætti lengi telja. Skiptir sér ekki af öðrum flokkum Eitt nafn stingur þó í stúf og það er nafn Natans Kolbeinssonar. Hann er nefnilega formaður Viðreisnar í Reykjavík og hefur verið virkur í Viðreisn frá árinu 2019. Hann var þó skráður í Samfylkinguna til ársins 2017. Vísir hafði samband við Natan og spurði hann út í skráningu hans á lista stuðningsfólks Heiðu Bjargar. Hann kvað þau Heiðu Björgu vera vini og hann hafi áður stutt hana í hinum ýmsu kosningum en hann kannist þó ekki við að hafa skráð sig á lista stuðningsmanna. „Ég er formaður Viðreisnar í Reykjavík og alþjóðafulltrúi Viðreisnar. Svo ég væri ekki að skipta mér af prófkjörum í öðrum flokkum.“ Róbert Marshall, aðstoðarmaður borgarstjóra og prófkjörsframbjóðandans Heiðu Bjargar, segir í samtali við Vísi að nafn Natans sé sannarlega að finna í þar til gerðu skjali sem stuðningsmenn skrá nöfn sín og helstu upplýsingar í. Fann hvar hnífurinn stendur í kúnni Natan hafði aftur sambandi við Vísi og sagðist hafa komist að því hvar hnífurinn stæði í kúnni. Einhver hrekkjalómur hafi skráð nafn hans, netfang, símanúmer, kennitölu og heimilisfang í skjal stuðningsmanna Heiðu Bjargar á milli klukkan 03:33 og 03:36 á aðfaranótt 2. janúar. Sjálfur hafi hann verið steinsofandi á þeim tíma. „Þetta hefur bara verið einhver að pönkast. Ég þekki mig nú það vel að ég veit að það tekur mig ekki þrjár mínútur að fylla inn kennitöluna mína og email-ið mitt. Ég veit ekkert hvað er í gangi og þetta er bara einhver asnalegur hrekkur.“ Netfangið hans sé víða aðgengilegt, símanúmerið á Já.is, og lítið mál sé að fletta upp kennitölum. Allir vinir Þá segir hann að hann hafi heyrt í Heiðu Björgu og Hrannari Birni Arnarssyni, eiginmanni hennar og umsjónarmanni áðurnefnds skjals. „Við erum bara paránægð og ligeglöð. Eins og ég segi, Heiða er vinkona mín og ég styð hana í mörgu hverju en ég ætla að fá Viðreisnarborgarstjóra eftir kosningar. Viðreisn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Heiða Björg birti í dag færslu á Facebook þar sem hún þakkar sýndan stuðning í aðdraganda spennandi prófkjörs Samfylkingarinnar í borginni. Þar etur hún kappi við Pétur Marteinsson um oddvitasæti flokksins. „Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri er sönn baráttukona fyrir jöfnuði og jafnrétti. Hún hefur ítrekað leitt jafnaðarfólk til valda og haft afgerandi forystu um mikilvægar samfélagsbreytingar í anda jafnaðarstefnunnar. Hún hefur yfirburða þekkingu og reynslu af borgarmálum. Heiða Björg er sigurvegari og mannasættir, pólitískur dugnaðarforkur sem lætur verkin tala!“ segir í stuðningsyfirlýsingu sem nokkuð stór hópur fólks hefur skrifað undir. Á listanum má sjá ýmis nöfn sem ekki koma á óvart. Þar má nefna Alexöndru Ýr van Erven, Birgi Dýrfjörð, Ellen Calmon, Helga og Hildi Hjörvar, Guðnýju Maju Riba, Róbert Marshall, Sabine Leskopf, Vilhjálm Þorsteinsson og svo mætti lengi telja. Skiptir sér ekki af öðrum flokkum Eitt nafn stingur þó í stúf og það er nafn Natans Kolbeinssonar. Hann er nefnilega formaður Viðreisnar í Reykjavík og hefur verið virkur í Viðreisn frá árinu 2019. Hann var þó skráður í Samfylkinguna til ársins 2017. Vísir hafði samband við Natan og spurði hann út í skráningu hans á lista stuðningsfólks Heiðu Bjargar. Hann kvað þau Heiðu Björgu vera vini og hann hafi áður stutt hana í hinum ýmsu kosningum en hann kannist þó ekki við að hafa skráð sig á lista stuðningsmanna. „Ég er formaður Viðreisnar í Reykjavík og alþjóðafulltrúi Viðreisnar. Svo ég væri ekki að skipta mér af prófkjörum í öðrum flokkum.“ Róbert Marshall, aðstoðarmaður borgarstjóra og prófkjörsframbjóðandans Heiðu Bjargar, segir í samtali við Vísi að nafn Natans sé sannarlega að finna í þar til gerðu skjali sem stuðningsmenn skrá nöfn sín og helstu upplýsingar í. Fann hvar hnífurinn stendur í kúnni Natan hafði aftur sambandi við Vísi og sagðist hafa komist að því hvar hnífurinn stæði í kúnni. Einhver hrekkjalómur hafi skráð nafn hans, netfang, símanúmer, kennitölu og heimilisfang í skjal stuðningsmanna Heiðu Bjargar á milli klukkan 03:33 og 03:36 á aðfaranótt 2. janúar. Sjálfur hafi hann verið steinsofandi á þeim tíma. „Þetta hefur bara verið einhver að pönkast. Ég þekki mig nú það vel að ég veit að það tekur mig ekki þrjár mínútur að fylla inn kennitöluna mína og email-ið mitt. Ég veit ekkert hvað er í gangi og þetta er bara einhver asnalegur hrekkur.“ Netfangið hans sé víða aðgengilegt, símanúmerið á Já.is, og lítið mál sé að fletta upp kennitölum. Allir vinir Þá segir hann að hann hafi heyrt í Heiðu Björgu og Hrannari Birni Arnarssyni, eiginmanni hennar og umsjónarmanni áðurnefnds skjals. „Við erum bara paránægð og ligeglöð. Eins og ég segi, Heiða er vinkona mín og ég styð hana í mörgu hverju en ég ætla að fá Viðreisnarborgarstjóra eftir kosningar.
Viðreisn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira