„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2024 21:43 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. „Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Sjá meira
„Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Sjá meira