Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 16:03 Framarar fengu enn á ný ekki á sig mark og hafa nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sumarsins í deild og bikar. Vísir/Anton Brink Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga. Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins. Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins.
Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira