Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 16:03 Framarar fengu enn á ný ekki á sig mark og hafa nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sumarsins í deild og bikar. Vísir/Anton Brink Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga. Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins. Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins.
Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn