Þór Akureyri

Fréttamynd

Fyrir­liði Þórs aftur úr axlar­lið

Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórsara í Olís deild karla í handbolta, fór úr axlarlið í tveggja marka tapi Þórs gegn KA í dag. Er þetta í annað sinn á rúmum mánuði sem það gerist.

Handbolti
Fréttamynd

Ingi­mundur: Þetta er bara della

Ingimundur snéri á völlinn aftur í dag en hann hefur ekki spilað í nokkur ár. Hann spilaði að vísu nokkrar mínútur á móti Fram í síðasta leik en í dag stóð hann í miðju varnar Þórs allan leikinn á móti nágrönnunum sínum í KA.

Handbolti
Fréttamynd

Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin

Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007.

Handbolti
Fréttamynd

Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór

KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Valur 98-89 | Annar sigur Þórs í röð

Þórsarar voru í góðu færi á að tengja tvo sigurleiki saman þegar Valsmenn komu í heimsókn í Höllina í dag. Leikurinn var nánast á messutíma, eða kl. 15.30 vegna hagræðis fyrir aðkomuliðið að komast fram og til baka með flugi. Í stuttu máli var ljóst strax í upphafi að Þórsarar ætluðu að keyra upp hraðann og baráttuna í vörninni og sigur þeirra var mjög sanngjarn 98-89.

Körfubolti