Landsbyggðin eignast fulltrúa í úrslitum í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2021 11:01 Leikmenn KA/Þórs fagna deildarmeistaratitlinum sem það vann á dögunum. vísir/hulda margrét Í dag kemur í ljós hvort KA/Þór eða ÍBV mætir Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 15:00. ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira