Víkingur Reykjavík

Býst við Grikkjunum betri í kvöld
Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu.

Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna
Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks.

Víkingar kæmust í 960 milljónir
Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA.

„Þetta er einstakur strákur“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir sjónarsvipti vera af Danijeli Djuric sem yfirgaf félagið í vikunni. Þar með fækkar um einn í leikmannahópi Víkinga fyrir stórleik kvöldsins við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Sölvi endurheimtir hins vegar tvo aðra.

Barðist við tárin þegar hann kvaddi
Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar.

Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR?
Ég held að það deili enginn um það mat undirritaðs að félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Val yfir í Víking í vikunni séu í hópi þeirra allra stærstu í sögu íslenskra knattspyrnu. En þekkjum við stærri félagsskipti hér á Íslandi?

„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu.

Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig
Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val.

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
„Þetta var komið í algjör leiðindi. Ég get alveg tekið það á mig að ég hefði getað gert þetta öðruvísi. Báðir aðilar hefðu getað gert þetta öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um brotthvarf sitt frá Val yfir til Víkings.

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
„Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu.

Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar
Hinir ýmsu miðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað um vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var í dag tilkynntur sem nýjasti leikmaður Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu. Í Færeyjum þykir það helst fréttnæmt að Gylfi Þór muni nú spila með Gunnari Vatnhamar.

Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag.

Víkingur staðfestir komu Gylfa
Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið.

Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu
Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina.

Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking
Gylfi Þór Sigurðsson er á leið til Víkings og hefur náð samkomulagi við félagið. Þetta herma heimildir Vísis.

„Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“
Danijel Dejan Djuric var staddur út í Grikklandi með Víkingsliðinu þegar það var staðfest að félagið hafði selt hann til króatíska félagsins NK Istra.

Valur samþykkti tilboð í Gylfa
Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans.

Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag
Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, er sagður á leið til króatíska félagsins Istra. Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, staðfestir að hann sé á förum.

Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum
Eigandi Panathinaikos er allt annað en sáttur eftir tap þessa gríska stórveldis gegn Víkingi, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í Helsinki á fimmtudaginn. Nú hefur hann sektað eigin leikmenn.

Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Víkings Reykjavíkur fylgdist stoltur með liðinu ná í einn af stærstu sigrum íslensks félagsliðs í Evrópu í er liðið lagði Panathinaikos af velli, 2-1 í Sambandsdeildinni. Arnar segir arftaka sinn hafa gert liðið að sínu strax í fyrsta leik.

Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa
Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil.

Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna
Valur vann 4-1 sigur á Fylki í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld og Blikakonur unnu Stjörnuna 5-1 en Víkingskonur náðu að jafna í blálokin á móti FH.

Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti
Víkingar unnu frækinn 2-1 sigur gegn gríska stórveldinu Panathinaikos í gærkvöld en samt voru margir svekktir eftir leik því mark Panathinaikos kom eftir ansi vafasaman vítaspyrnudóm undir lokin. Dóminn og vítið má nú sjá á Vísi.

Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“
Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir.

Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá
Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku.

Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“
Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum.

„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“
Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga.

Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki
Víkingur vann gríðarsterkan 2-1 sigur gegn Panathinaikos í fyrri umspilsleik liðanna. Davíð Örn skoraði sitt fyrsta Evrópumark og varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson bætti svo við fyrir Víkinga. Gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Panathinaikos í Grikklandi eftir viku, sigurvegari einvígisins heldur áfram í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

„Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“
Öll áhersla Víkinga síðustu vikur og mánuði hefur verið á leik dagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Allar æfingar og leikir hafa tekið mið af leikstíl gríska liðsins.