Keflavík ÍF

Sokknum verður ekki skilað og það hlakkar ekki í Helenu
Keflavíkurkonur voru á toppi Bestu deildar kvenna eftir tvær umferðir og sendu í framhaldinu Bestu mörkunum sokk. Síðan hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð þar af á móti nýliðum Aftureldingar á heimavelli í síðasta leik.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Þorsteinn Már tryggði KR langþráðan heimasigur
KR lagði Keflavík að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Meistaravöllum í kvöld.

„Sokknum verður ekki skilað“
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sagði að liðið sitt hefði ekki mætt klárt til leiks gegn Aftureldingu í 1-2 tapi liðsins í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta.

Jaka Brodnik verður áfram í Keflavík
Jaka Brodnik hefur endurnýjað samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun leikmaðurinn því vera áfram í herbúðum liðsins á næsta tímabili í Subway-deild karla.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Afturelding 1-2 | Nýliðarnir sóttu fyrsta sigurinn
Nýliðarnir í Aftureldingu sóttu sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið vann góðan 1-2 útisigur gegn spútnikliði Keflavíkur í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Sjáðu slysamark í Keflavík og öll hin mörkin á Víkingakvöldi í Bestu í gær
Víkingarnir úr Reykjavík og Keflavík röðuðu inn mörkum í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þessi mörk inn á Vísi.

„Leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum“
Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, var langt því frá að vera ánægður eftir 3-0 tap gegn Keflavík í fimmtu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 3-0 | Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik
Keflavík vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Leikni í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið voru í leit að sínum fyrsta sigri fyrir leikinn, en bið Keflvíkinga er nú á enda.

Umfjöllun og viðtal: Valur - Keflavík 3-0 | Meistarar Vals vöknuðu í síðari hálfleik
Keflavík tapaði sínum fyrsta leik í Bestu deild kvenna á Hlíðarenda í kvöld þegar Íslandsmeistararnir í Val unnu góðan 3-0 sigur.

Pétur: Mér fannst bara best að stilla þessu upp svona og þá geri ég það
Valur vann góðan 3-0 sigur á Keflavík í 3. umferð Bestu deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var sáttur við stigin þrjú.

Sjáðu: Rautt spjald og „rangstöðumark“ í Vesturbæ, markasúpur á Skaganum og í Keflavík ásamt baráttunni í Garðabæ
Það var nóg um að vera í Bestu deild karla á laugardaginn. Hér að neðan má sjá markasúpurnar upp á Akranesi og í Keflavík, rauða spjaldið og „rangstöðumarkið“ í Vesturbænum ásamt mörkunum í 1-1 jafntefli Stjörnunnar og Fram.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 3-3 | Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig
Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli.

Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum.

Toppliðið heldur áfram að styrkja sig
Topplið Keflavíkur hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Bestu deildinni í sumar.

Helena sýndi sokkinn frá Keflavík í Bestu mörkunum í gær
Kvennalið Keflavíkur hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu sinni í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildar kvenna en liðið er á toppnum með sex stig og markatöluna 5-0 eftir leiki við KR og Breiðablik.

Bílflauturnar gerðu sitt gagn á úrslitastund í sigri Keflavíkurkvenna
Keflavíkurkonur eru á toppnum í Bestu deild kvenna með fullt hús og hreint mark eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stelpurnar fengu þó hjálp úr óvæntri átt þegar þær fengu á sig víti í uppbótatíma leiksins.

Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu
Nýjasti þátturinn af Þungavigtinni er kominn í loftið og meðal umræðuefnananna er stjörnuframherjinn sem Keflvíkingar eru að missa til Ástralíu.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 1-0 | Dramatík er Keflavík tyllti sér á topp Bestu deildarinnar
Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og tylltu sér á topp Bestu deildarinnar með 1-0 sigri á öflugu liði Breiðabliks í kvöld.

„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“
Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld.

Keflavíkurstelpur um nýja Brassann sinn: Hún er stórkostlegur leikmaður
Vísir verður með nýjan upphitunarþátt fyrir Bestu deild kvenna í sumar og þátturinn fyrir aðra umferð deildarinnar er nú kominn inn á vefinn.

Sjáðu markasúpuna í Víkinni og dramatíkina á Dalvík
Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Keflavík 3-2 | Nökkvi Þeyr tryggði Akureyringum sigur í háspennuleik
KA lagði Keflavík að velli í hádramatískum leik á Dalvíkurvelli í kvöld. 3-2 urðu lokatölur en gestirnir leiddu þegar einungis fimm míníutur lifðu leiks.

Milka yfirgefur Keflvíkinga
Dominykas Milka hefur yfirgefið herbúðir Keflvíkinga eftir þriggja ára veru hjá félaginu og mun því ekki leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla í körfubolta.

Sjáðu hvernig reiðir Víkingar kláruðu Keflvíkinga í fyrri hálfleik
Eftir tapið óvænta fyrir ÍA sýndu Íslands- og bikarmeistarar Víkings tennurnar gegn Keflavík í Bestu deild karla í gær.

Umfjöllun: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna
Víkingar frá Reykjavík unnu góðan 4-1 sigur gegn Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknum, sem átti upphaflega að fara fram í 10. umferð, var flýtt vegna leikja Víkings í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Umfjöllun og viðtöl: KR 0-4 Keflavík | Öflugur útisigur hjá Keflvíkingum
Nýliðar KR steinlágu fyrir Keflavík í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld en lokatölur leiksins voru 0-4.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – Valur 0-1 | Naumur sigur Valsara í Keflavík
Valur er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni í fótbolta.

Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

Rúnar Þór spilaði kviðslitinn
Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Keflavíkur er liðið hóf leik í Bestu deild karla. Rúnar Þór hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og er kviðslitinn en spilaði samt sem áður 75 mínútur í 4-1 tapi á Kópavogsvelli í gær.

Sjáðu mörkin: Arnór Smára hetja Vals, Breiðablik fór á kostum og ÍA bjargaði stigi í lokin
Öll mörkin úr leikjum gærdagsins úr Bestu deild karla eru komin inn á Vísi. Þau má sjá hér að neðan.