Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Siggeir Ævarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:51 Hjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. „Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
„Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30