Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Siggeir Ævarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:51 Hjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. „Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum