Tekur við Keflavík eftir brottreksturinn úr Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 10:27 Jonathan Glenn hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV en var óvænt látinn fara þaðan eftir eitt ár og er nú tekinn við Keflavík. Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn hefur samið um að taka við sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta og var því ekki lengi án starfs eftir að knattspyrnuráð ÍBV ákvað að láta hann fara fyrir hálfum mánuði. Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV. ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV.
ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti