Breiðablik

Fréttamynd

Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óskar Hrafn við son sinn: Ekki láta skömmina festast á þér

Það er svo sannarlega nóg að gera hjá feðgunum Óskari Hrafni Þorvaldssyni og Orra Steini Óskarssyni í þessari viku enda báðir á fullu í Evrópukeppnunum með liðum sínum. Óskar Hrafn stýrir Blikum í dag á heimavelli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Orri spilaði á móti Bayern í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli

Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Hefja nýjan kafla í Tel Aviv í stöðu sem Ís­lendingar þekkja vel

Undan­farna daga hefur setningin „Breiða­blik mun hefja nýjan kafla í sögu ís­lensks fót­bolta“ oft borið á góma og verið rituð. Nú er komið að þeirri stund. Í kvöld mun Breiða­blik svo sannar­lega rita upp­hafs­orðin í nýjum kafla í sögu ís­lensks fót­bolta sem fyrsta ís­lenska karla­liði til að leika í riðla­keppni í Evrópu.

Fótbolti