Sóknarleikurinn blómstrar í nýju leikkerfi: „Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2024 21:57 Katrín fékk að eiga boltann að leik loknum. breiðablik Katrín Ásbjörnsdóttir fór fremst í flokki Breiðabliks og skoraði þrjú mörk í 6-1 sigri gegn FC Minsk í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Framundan er öllu erfiðara verkefni gegn Sporting en Katrín hefur fulla trú fyrir það á liðinu, leikkerfinu og þjálfaranum. „Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sport Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Sport Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Íslenski boltinn Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Lést í hlaupi til minningar um systur sína Sport Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Emilía Kiær skoraði og Nordsjælland áfram með fullt hús stiga Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Glódís Perla með stoðsendingu í öruggum sigri Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Þórður tekur við starfi Margrétar Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Slot getur slegið met um helgina Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Tveir markverðir slitu krossband á sömu æfingu Forseti Marseille segist ekki sjá eftir neinu varðandi Greenwood Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum Nýr forstjóri kvennaliðs Chelsea kemur úr óvæntri átt Svarar Ronaldo: „Hann er langt í burtu“ Sjá meira
„Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sport Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Sport Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Íslenski boltinn Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Lést í hlaupi til minningar um systur sína Sport Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Emilía Kiær skoraði og Nordsjælland áfram með fullt hús stiga Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Glódís Perla með stoðsendingu í öruggum sigri Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Þórður tekur við starfi Margrétar Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Slot getur slegið met um helgina Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Tveir markverðir slitu krossband á sömu æfingu Forseti Marseille segist ekki sjá eftir neinu varðandi Greenwood Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum Nýr forstjóri kvennaliðs Chelsea kemur úr óvæntri átt Svarar Ronaldo: „Hann er langt í burtu“ Sjá meira