„Held það vilji það allir sem fylgjast með boltanum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:13 Aron Bjarnason skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/ Pawel „Bara mjög góður sigur. Erfitt HK-lið og mjög erfiðir við að eiga. Þeir komust yfir og við komum þeim inn í þetta. Þetta er mjög sterkt,“ sagði Aron Bjarnason eftir 5-3 sigur Breiðabliks á nágrönnum sínum í HK í dag. Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn