Sjáðu stórglæsilegt sigurmark á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 10:31 Anna Rakel Pétursdóttir var hetja Valsliðsns í gær á móti sínu gamla félagi og á sínum gamla heimavelli. Vísir/Vilhelm Önnur umferð úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta er að baki og nú má finna mörkin úr öllum þremur leikjunum hér inn á Vísi. Breiðablik, Valur og Víkingur fögnuðu sigri í sínum leikjum í gær en FH, Þór/KA og Þróttur töpuðu hins vegar öll á heimavelli. Breiðablik er með eins stigs forskot á Val á toppi deildarinnar eftir 4-1 sigur á Þrótti í Laugardalnum. Karitas Tómasdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Samantha Rose Smith skoruðu mörk Blika. Þórdís Nanna Ágústsdóttir minnkaði muninn fyrir Þrótt. Klippa: Markið og vítaklúðrið úr leik Þór/KA og Vals Anna Rakel Pétursdóttir skoraði sigurmark Vals á móti Þór/KA en spilað var á KA-vellinum en þetta er gamli heimavöllur Önnu Rakelar síðan hún lék með KA á sínum yngri árum. Markið hennar var stórglæslegt eða þrumuskot upp í samskeytin eftir að boltinn datt fyrir hana utarlega í vítateignum. Mörk Valsliðsins hefðuþó getað orðið fleiri því Jasmín Erla Ingadóttir skaut fram hjá úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Það má sjá sigurmarkið og vítið hér fyrir ofan. Víkingar sækja að Þór/KA í baráttunni um þriðja sætið en aðeins einu stigi munar á liðunum eftir 3-0 sigur Víkingsliðsins á FH í Kaplakrika. Shaina Faiena Ashouri skoraði tvö síðari mörkin en það fyrsta skoraði Linda Líf Boama eftir tilþrif sem minntu helst á Brasilíumanninn Ronaldo þegar hann var upp á sitt besta. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjunum. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Klippa: Mörkin úr leik FH og Vikings Besta deild kvenna Valur Breiðablik Víkingur Reykjavík FH Þór Akureyri KA Þróttur Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Sjá meira
Breiðablik, Valur og Víkingur fögnuðu sigri í sínum leikjum í gær en FH, Þór/KA og Þróttur töpuðu hins vegar öll á heimavelli. Breiðablik er með eins stigs forskot á Val á toppi deildarinnar eftir 4-1 sigur á Þrótti í Laugardalnum. Karitas Tómasdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Samantha Rose Smith skoruðu mörk Blika. Þórdís Nanna Ágústsdóttir minnkaði muninn fyrir Þrótt. Klippa: Markið og vítaklúðrið úr leik Þór/KA og Vals Anna Rakel Pétursdóttir skoraði sigurmark Vals á móti Þór/KA en spilað var á KA-vellinum en þetta er gamli heimavöllur Önnu Rakelar síðan hún lék með KA á sínum yngri árum. Markið hennar var stórglæslegt eða þrumuskot upp í samskeytin eftir að boltinn datt fyrir hana utarlega í vítateignum. Mörk Valsliðsins hefðuþó getað orðið fleiri því Jasmín Erla Ingadóttir skaut fram hjá úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Það má sjá sigurmarkið og vítið hér fyrir ofan. Víkingar sækja að Þór/KA í baráttunni um þriðja sætið en aðeins einu stigi munar á liðunum eftir 3-0 sigur Víkingsliðsins á FH í Kaplakrika. Shaina Faiena Ashouri skoraði tvö síðari mörkin en það fyrsta skoraði Linda Líf Boama eftir tilþrif sem minntu helst á Brasilíumanninn Ronaldo þegar hann var upp á sitt besta. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjunum. Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks Klippa: Mörkin úr leik FH og Vikings
Besta deild kvenna Valur Breiðablik Víkingur Reykjavík FH Þór Akureyri KA Þróttur Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Sjá meira