„Algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2024 21:43 Viktor Jónsson í baráttunni við Viktor Örn Margeirsson Vísir/Anton Brink ÍA tapaði 2-0 gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, fyrirliði ÍA, var svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum þar sem honum fannst frammistaða liðsins góð. „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum. ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
„Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum.
ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira