Valur

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum

Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR fær leik­mann frá Val á láni

Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur verið lánuð frá toppliði Vals í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu til KR, toppliðs Lengjudeildarinnar. Mun hún klára tímabilið með KR sem reynir nú að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lukkan að snúast hjá Skagamönnum?

ÍA vann mikilvægan og óvæntan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardag. Farið var yfir fórnfýsi leikmanna Skagaliðsins í varnarleik sínum í Pepsi Max stúkunni, og velti Baldur Sigurðsson því upp hvort lukkan væri að snúast hjá Skagamönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Það er þetta mark sem skilur á milli

Íslandsmeistarar Vals töpuðu óvænt fyrir botnliði ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Valur varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk en varnarleikur liðsins í síðara marki ÍA var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Agla María og Áslaug Munda gera útslagið“

„Maður hefur varla vitað við hverju mátti búast í neinum leik í sumar en ég held að þetta verði töluvert eðlilegri fótboltaleikur en síðasta viðureign þessara liða,“ segir Mist Rúnarsdóttir um stórleik Breiðabliks og Vals í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslensk fótboltalið á vergangi ef þeim gengur vel

„Það er ljóst að ástandið er alvarlegt,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um þá staðreynd að ef að íslenskum fótboltaliðum vegnar vel í alþjóðlegri keppni hafa þau engan stað til að spila á í vetur.

Fótbolti