Umfjöllun,viðtöl og myndir: Þróttur - Valur 1-2| Fjórði sigur Vals í röð Andri Már Eggertsson skrifar 19. júní 2022 16:42 Valur vann 1-2 sigur á Þrótti Vísir/Tjörvi Týr Valur fór í Laugardalinn og vann 1-2 sigur á Þrótti. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með látum þar sem Katla Tryggvadóttir jafnaði leikinn en tæplega tveimur mínútum síðar gerði Cyera Makenzie Hintzen annað mark Vals sem reyndist vera sigurmark leiksins. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Bæði lið sköpuðu sér lítið af færum en Valur var líklegri þrátt fyrir að hafa lítið ógnað á síðasta þriðjungi. Þorvaldur Árnason flautaði leik dagsinsVísir/Tjörvi Týr Skömmu síðar hleypti Ásdís Karen Halldórsdóttir lífi í leikinn með laglegu marki. Cyera Makenzie Hintzen gaf boltann fyrir markið þar sem heimakonur náðu ekki að koma hættunni frá heldur datt boltinn á Ásdísi sem lék á Álfhildi Rósu og kláraði síðan færið með öflugu vinstri fótar skoti. Ásdís hleypti svo sannarlega lífi í leikinn með markinu en það voru aðallega gestirnir sem fengu færin. Íris Dögg Gunnarsdóttir, markmaður Þróttar, varði afar vel þegar Ída Marín Hermannsdóttir slapp í gegn og reyndi að setja boltann milli fóta Írisar sem lét ekki plata sig og varði. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrsta mark leiksinsVísir/Tjörvi Týr Þróttur fékk dauðafæri á 33. mínútu til að jafna leikinn þegar Katla Tryggvadóttir komst inn fyrir vörn Vals og renndi boltanum á Freyju Katrínu sem þurfti að teygja sig heldur mikið í boltann og skot hennar framhjá. Ásdís Karen gerði eina mark fyrri hálfleiks og var Valur einu marki yfir þegar liðin héldu inn í búningsklefa. Ólíkt fyrri hálfleik byrjaði síðari hálfleikur af miklum krafti. Katla Tryggvadóttir jafnaði leikinn á 47. mínútu eftir góðan undirbúning frá Andreu Rut Bjarnadóttur sem þræddi Kötlu í gegn og kláraði færið snyrtilega. Katla Tryggvadóttir skoraði eina mark ÞróttarVísir/Tjörvi Týr Adam ver ekki lengi í paradís. Tæplega tveimur mínútum eftir mark Kötlu kom Cyera Makenzie Hintzen Val yfir eftir mikinn klaufagang í vörn Þróttar sem varð til þess að Cyera var óvölduð inn í teig og eftirleikurinn auðveldur. Freyja Karín klikkaði á dauðafæri um miðjan síðari hálfleik. Murphy Alexandra Agnew átti góðan sprett upp vinstri kantinn þar sem hún skar boltann út í teiginn beint á Freyju sem skaut framhjá markinu. Það var nóg að gera hjá Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki ÞróttarVísir/Tjörvi Týr Valur vann á endanum 1-2 sigur. Þetta var fjórði sigur Vals í röð sem er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Af hverju vann Valur? Leikurinn bar þess merki að það hefur verið mikið leikjaálag á báðum liðum. Valur skapaði sér fleiri færi og skoraði tvö góð mörk í sitt hvorum hálfleiknum. Hverjar stóðu upp úr? Cyera Makenzie Hintzen var allt í öllu bæði í sóknar og varnarleik Vals. Cyera reyndist hetja Vals þar sem hún skoraði annað mark gestanna. Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið að spila afar vel í undanförnum leikjum og hélt uppteknum hætti í dag. Ásdís var dugleg að koma sér í færi og skoraði fyrsta mark Vals á 15. mínútu. Hvað gekk illa? Þróttur fór afar illa með færin. Freyja Karín Þorvarðardóttir fékk dauðafæri til að jafna leikinn í fyrri hálfleik en skot hennar fór framhjá. Freyja fékk síðan aftur gott tækifæri í síðari hálfleik til að jafna leikinn en hún skaut framhjá. Hvað gerist næst? Nú tekur við langt hlé í Bestu deild-kvenna þar sem A-landslið kvenna er á leið á EM. Deildin fer síðan aftur af stað 28. júlí. Edda: Kæruleysi hjá okkur í fyrri hálfleik Edda Garðarsdóttir á hliðarlínunni í dagVísir/Tjörvi Týr Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari Þróttar, stýrði liðinu í fjarveru Nik Chamberlain sem tók út leikbann. „Við vorum að skapa okkur færi. Eins og maður segir í fótbolta maður vinnur með því að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Í dag hefði ég viljað sjá okkur fara betur með færin,“ sagði Edda Garðarsdóttir í samtali við Vísi eftir leik. Edda var ekki ánægð með varnarleik Þróttar í fyrsta marki Vals í fyrri hálfleik. „Við stoppuðum og þetta var augnabliks kæruleysi sem var nóg til að fá á okkur mark. Ég hefði viljað sjá mitt lið vera rólegri á boltanum í fyrri hálfleik og við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik sem við nýttum ekki nógu vel.“ Tæplega tveimur mínútum eftir jöfnunarmark Þróttar komst Valur aftur yfir og fannst Eddu um einbeitingaleysi vera að ræða. „Ég hugsa að við vorum svo ánægðar með markið að við gleymdum okkur í augnablik en stundum gerist það í boltanum,“ sagði Edda að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur
Valur fór í Laugardalinn og vann 1-2 sigur á Þrótti. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með látum þar sem Katla Tryggvadóttir jafnaði leikinn en tæplega tveimur mínútum síðar gerði Cyera Makenzie Hintzen annað mark Vals sem reyndist vera sigurmark leiksins. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Bæði lið sköpuðu sér lítið af færum en Valur var líklegri þrátt fyrir að hafa lítið ógnað á síðasta þriðjungi. Þorvaldur Árnason flautaði leik dagsinsVísir/Tjörvi Týr Skömmu síðar hleypti Ásdís Karen Halldórsdóttir lífi í leikinn með laglegu marki. Cyera Makenzie Hintzen gaf boltann fyrir markið þar sem heimakonur náðu ekki að koma hættunni frá heldur datt boltinn á Ásdísi sem lék á Álfhildi Rósu og kláraði síðan færið með öflugu vinstri fótar skoti. Ásdís hleypti svo sannarlega lífi í leikinn með markinu en það voru aðallega gestirnir sem fengu færin. Íris Dögg Gunnarsdóttir, markmaður Þróttar, varði afar vel þegar Ída Marín Hermannsdóttir slapp í gegn og reyndi að setja boltann milli fóta Írisar sem lét ekki plata sig og varði. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrsta mark leiksinsVísir/Tjörvi Týr Þróttur fékk dauðafæri á 33. mínútu til að jafna leikinn þegar Katla Tryggvadóttir komst inn fyrir vörn Vals og renndi boltanum á Freyju Katrínu sem þurfti að teygja sig heldur mikið í boltann og skot hennar framhjá. Ásdís Karen gerði eina mark fyrri hálfleiks og var Valur einu marki yfir þegar liðin héldu inn í búningsklefa. Ólíkt fyrri hálfleik byrjaði síðari hálfleikur af miklum krafti. Katla Tryggvadóttir jafnaði leikinn á 47. mínútu eftir góðan undirbúning frá Andreu Rut Bjarnadóttur sem þræddi Kötlu í gegn og kláraði færið snyrtilega. Katla Tryggvadóttir skoraði eina mark ÞróttarVísir/Tjörvi Týr Adam ver ekki lengi í paradís. Tæplega tveimur mínútum eftir mark Kötlu kom Cyera Makenzie Hintzen Val yfir eftir mikinn klaufagang í vörn Þróttar sem varð til þess að Cyera var óvölduð inn í teig og eftirleikurinn auðveldur. Freyja Karín klikkaði á dauðafæri um miðjan síðari hálfleik. Murphy Alexandra Agnew átti góðan sprett upp vinstri kantinn þar sem hún skar boltann út í teiginn beint á Freyju sem skaut framhjá markinu. Það var nóg að gera hjá Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki ÞróttarVísir/Tjörvi Týr Valur vann á endanum 1-2 sigur. Þetta var fjórði sigur Vals í röð sem er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Af hverju vann Valur? Leikurinn bar þess merki að það hefur verið mikið leikjaálag á báðum liðum. Valur skapaði sér fleiri færi og skoraði tvö góð mörk í sitt hvorum hálfleiknum. Hverjar stóðu upp úr? Cyera Makenzie Hintzen var allt í öllu bæði í sóknar og varnarleik Vals. Cyera reyndist hetja Vals þar sem hún skoraði annað mark gestanna. Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið að spila afar vel í undanförnum leikjum og hélt uppteknum hætti í dag. Ásdís var dugleg að koma sér í færi og skoraði fyrsta mark Vals á 15. mínútu. Hvað gekk illa? Þróttur fór afar illa með færin. Freyja Karín Þorvarðardóttir fékk dauðafæri til að jafna leikinn í fyrri hálfleik en skot hennar fór framhjá. Freyja fékk síðan aftur gott tækifæri í síðari hálfleik til að jafna leikinn en hún skaut framhjá. Hvað gerist næst? Nú tekur við langt hlé í Bestu deild-kvenna þar sem A-landslið kvenna er á leið á EM. Deildin fer síðan aftur af stað 28. júlí. Edda: Kæruleysi hjá okkur í fyrri hálfleik Edda Garðarsdóttir á hliðarlínunni í dagVísir/Tjörvi Týr Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari Þróttar, stýrði liðinu í fjarveru Nik Chamberlain sem tók út leikbann. „Við vorum að skapa okkur færi. Eins og maður segir í fótbolta maður vinnur með því að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Í dag hefði ég viljað sjá okkur fara betur með færin,“ sagði Edda Garðarsdóttir í samtali við Vísi eftir leik. Edda var ekki ánægð með varnarleik Þróttar í fyrsta marki Vals í fyrri hálfleik. „Við stoppuðum og þetta var augnabliks kæruleysi sem var nóg til að fá á okkur mark. Ég hefði viljað sjá mitt lið vera rólegri á boltanum í fyrri hálfleik og við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik sem við nýttum ekki nógu vel.“ Tæplega tveimur mínútum eftir jöfnunarmark Þróttar komst Valur aftur yfir og fannst Eddu um einbeitingaleysi vera að ræða. „Ég hugsa að við vorum svo ánægðar með markið að við gleymdum okkur í augnablik en stundum gerist það í boltanum,“ sagði Edda að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti