Félagasamtök

Fréttamynd

Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans

Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Hættir sem for­seti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endur­komu Helga

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur til sjálf­stæðis ríkis­stofnana

Stuðningur til sjálfstæðis, happadrættismiði í heimabankanum þínum, Blindrafélagið. Svona hljóma útvarpsauglýsingar og auglýsingar á öðrum miðlum í nokkrar vikur á vorin og haustin. Um er að ræða árleg happadrætti Blindrafélagsins undir yfirskriftinni „stuðningur til sjálfstæðis“.

Skoðun
Fréttamynd

Berg­mál

Á ári hverju deyja um 40 manns á Íslandi vegna sjálfsvíga og fyrir hvert sjálfsvíg eru áætlaðar um það bil 25 sjálfsvígstilraunir. Þetta þýðir um 1000 tilraunir á ári. Þeir einstaklingar sem eru á slíkri andlegri bjargbrún verða að teljast í virkri lífshættu. Þeirra á meðal eru börn.

Skoðun
Fréttamynd

Ung­menna­Ráð til ráða­manna

Það þarf að vinna stöðugt að því að opinn vettvangur fyrir ungmenni innan samfélagsins sé tryggður. Sumir vilja meina að börn og ungmenni hafi ekki áhuga á að láta skoðanir sínar í ljós en raunin er að börn og ungmenni eru stór réttindahópur sem þarf að lifa með þeim ákvörðunum sem fullorðna fólkið tekur núna í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Ný stjórn kvennanefndar SVFR

Nýkjörin stjórn kvennanefndar SVFR tók við keflinu í árlegri veiðiferð í Langá á Mýrum um mánaðamótin ágúst/september.

Veiði
Fréttamynd

Píeta hafi bjargað fjöl­skyldunni eftir and­lát Gísla Rúnars: „Það þarf ein­hver að raða saman brotunum“

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir segir Píeta samtökin hafa bjargað fjölskyldu sinni eftir að leikarinn Gísli Rúnar Jónsson féll fyrir eigin hendi fyrir rúmum tveimur árum. Hún segir lífsnauðsynlegt að fólk viti af þeim úrræðum sem standa til boða. Formaður stjórnar Píeta samtakanna segir það markmiðið að vekja aftur von hjá fólki sem er ef til vill búið að missa hana. 

Innlent
Fréttamynd

Ellen nýr fram­kvæmda­stjóri Barna­heilla

Ellen Calmon, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Ílandi. Ellen tekur við af Ernu Reynisdóttur sem hefur stýrt samtökunum síðustu tíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Vildi óska að Margeir og Aron hefðu hist yfir kaffibolla

Gísli Guðni Hall, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), segir kröfu Arons Haukssonar, fyrrverandi yfirdómara GR, þess efnis að Margeiri Vilhjálmssyni yrði vikið úr stjórn meðan mál hans væru fyrir stjórn, ekki réttmæta.

Golf
Fréttamynd

Vill gera rekstur Sam­takanna '78 fyrir­sjáan­legri

Forsætisráðherra hyggst beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 verði gerður varanlegur - til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstrinum. Vinna þurfi gegn mismunun með aukinni fræðslu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­tökin '78 rekin á yfir­dráttar­láni

Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur.

Innlent
Fréttamynd

Anna Hildur endurkjörin formaður SÁÁ

Anna Hildur Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður SÁÁ nú fyrr í kvöld og Þráinn Farestveit varaformaður sömuleiðis. Núverandi stjórn félagasamtakanna hélt velli þrátt fyrir mótframboð. 368 einstaklingar sóttu fundinn og fór hann vel fram að sögn varaformanns.

Innlent