Hin íslenska fálkaorða er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er einstaklingum, bæði íslenskum og erlendum, en forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní.

Að neðan má sjá lista yfir þau sem voru sæmd fálkaorðunni fyrr í dag:
- Auður Hildur Hákonardóttir, myndlistarkona og rithöfundur, riddarakross fyrir framlag til myndlistar og störf í þágu kvennabaráttu.
- Elísabet Gunnarsdóttir knattspyrnuþjálfari, riddarakross fyrir framlag til kvennaknattspyrnu og annarra íþrótta.
- Dr. Erna Sif Arnardóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og svefnfræðingur, riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar og svefnrannsóknar.
- Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi, riddarakross fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar.
- Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöðinni í Vík, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu og sveitarstjórnar- og félagsstarfa í heimabyggð.
- Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, riddarakross fyrir heimildamynda- og þáttagerð og framlag til vitundarvakningar á sviði jafnréttismála.
- Jenný Karlsdóttir, handverkskona og kennari, riddarakross fyrir framlag til varðveislu íslenskrar alþýðu- og handverksmenningar.
- Jón Kristinsson, arkitekt, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi.
- Karel Ingvar Karelsson, fyrrverandi skipstjóri, riddarkross fyri rframlag til sjómennsku ungs fólks og eflingar sjómannastéttarinnar.
- Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima, riddarkross fyrir frumkvöðlastarf á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingar.
- Margrét Bóasdóttir, söngkona og söngstjóri, riddarkross fyrir framlag til tónlistarflutnings og kórmenningar.
- Reynir Pétur Steinunnarson garðyrkjubóndi, riddarakross fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðra.
- Sigurður Harðarson rafeindavirkjameistari, riddarakross fyrir störf á sviði fjarskipta- og öryggismála í þágu björgunarsveita, lögreglu og brunavarna.
- Vilmundur G. Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor, riddarakross fyrir framlag til rannsókna og forvarna á sviði hjarta- og æðasjúkdóma.
Í orðunefnd eiga nú sæti:
- Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor, formaður
- Bogi Ágústsson fréttamaður
- Drífa Hjartardóttir, fv. alþingismaður
- Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari
- Sigríður Snævarr, fv. sendiherra