Óttast hallarbyltingu í Félagi eldri borgara Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2024 13:42 Mikill hugur er í eldri borgurum. Aðalfundur félags Eldri borgara er að hefjast og óttast menn nú að eldri armur Sjálfstæðisflokksins vilji leggja félagið undir sig. Vísir/Samsett Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík fer fram nú klukkan 14. Ábendingar hafa borist um að deild úr Sjálfstæðisflokknum hyggist yfirtaka félagið. „Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns. Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
„Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns.
Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira