Lífið

Myndaveisla: Há­tíð­leg at­höfn við af­hendingu Kærleikskúlunnar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Haraldur Þorleifsson hlaut Kærleikskúluna árið 2023. Kúlan er hönnuð af Guðjóni Ketilssyni.
Haraldur Þorleifsson hlaut Kærleikskúluna árið 2023. Kúlan er hönnuð af Guðjóni Ketilssyni. Owen Fiene

Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær. Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og athafnamaður, hlaut kúluna fyrir árangur sinn með verkefninu, Römpum upp Ísland, sem hefur að markmiði að bæta aðgengi fatlaðs fólks í samfélaginu.

Ár hvert velur Styrktarfélagið handhafa Kærleikskúlunnar, einhvern sem hefur með verkum sínum breytt viðhorfum og bætt líf samborgara sinna og samfélag, vakið athygli á mikilvægum gildum og sjálfsögðum réttindum.

„Árangurinn sem Haraldur hefur náð við að sameina krafta þjónustuaðila, einkaaðila og yfirvalda til að leita lausna og láta verkin tala fljótt og vel er, eftirtektarverður og víst að verkefnið hefur breytt viðhorfum og vakið samfélagið til vitundar um aðgengismál í víðu samhengi,“ segir í fréttatilkynningu.

Fjöldi fólks mætti á hátíðina líkt og sjá má á meðfylgjandi myndun.

Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene
Owen Fiene

FYRRI KÆRLEIKSKÚLUR

  • 2003 – 2 MÁLARAR – Erró
  • 2004 – AUGAÐ – Ólafur Elíasson
  • 2005 – ÁN UPPHAFS – ÁN ENDIS – Rúrí
  • 2006 – SALT JARÐAR – Gabríela Friðriksdóttir
  • 2007 – HRINGUR – Eggert Pétursson
  • 2008 – ALLT SEM ANDANN DREGUR – Gjörningaklúbburinn
  • 2009 – SNERTING – Hreinn Friðfinnsson
  • 2010 – FJARLÆGÐ – Katrín Sigurðardóttir
  • 2011 – SKAPAÐU ÞINN EIGIN HEIM – Yoko Ono
  • 2012 – LOKKANDI – Hrafnhildur Arnardóttir
  • 2013 – HUGVEKJA - Ragnar Kjartansson
  • 2014 – MANDARÍNA - Davíð Örn Halldórsson
  • 2015 – LANDSLAG - Ragna Róbertsdóttir
  • 2016 - SÝN - Sigurður Árni Sigurðsson
  • 2017 - ŪGH & BõÖGâr – Egill Sæbjörnsson
  • 2018 – TERELLA – Elín Hansdóttir
  • 2019 – SÓL ÉG SÁ – Ólöf Nordal
  • 2020 – ÞÖGN – Finnbogi Pétursson
  • 2021 – EITT ÁR – Sirra Sigrún Sigurðardóttir
  • 2022 – KÚLA MEÐ STROKU – Karin Sander
  • 2023 – HEIMUR – Guðjón Ketilsson

Tengdar fréttir

Haraldur hlaut Kærleikskúluna

Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.