Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Létta á reglum um ein­angrun og smit­gát fyrir starfs­menn

Land­spítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunar­vanda vegna fjölda smitaðra starfs­manna. Fram­vegis mega þrí­bólu­settir og ein­kenna­lausir starfs­menn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga ein­angrun.

Innlent
Fréttamynd

Justin Bieber er með Covid og frestar tónleikum

Söngvarinn Justin Bieber þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Las Vegas í gær með aðeins sólarhrings fyrirvara. Fulltrúi poppstjörnunnar staðfesti í samtali við People að ástæðan væri að Bieber greindist með Covid.

Lífið
Fréttamynd

Elísa­bet Breta­drottning með Co­vid

Elísa­bet Breta­drottning hefur greinst með kórónu­veiruna. Í til­kynningu frá bresku konungs­fjöl­skyldunni segir að hún sé með væg kvef­ein­kenni eins og er.

Erlent
Fréttamynd

Sökuð um spillingu í upphafi Covid farsóttarinnar

Forseti heimastjórnarinnar í Madrid er sökuð um að hafa látið heilbrigðisyfirvöld í höfuðborginni kaupa sóttvarnagrímur fyrir andvirði 200 milljónir króna af fyrirtæki besta vinar síns og bróður síns og fullyrt er að bróðir hennar hafi hagnast um andvirði 40 milljóna króna á viðskiptunum.

Erlent
Fréttamynd

2.692 greindust smitaðir í gær

2.692 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. 141 greindist á landamærunum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólki í ein­angrun fjölgar sí­fellt

Aldrei hafa fleiri starfsmenn Landspítala verið í einangrun. Stjórn­endur spítalans funda um stöðuna á eftir og segjast munu gera allt til að koma í veg fyrir að kalla þurfi ein­kenna­laust starfs­fólk úr ein­angrun í vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Tekur stöðuna í næstu viku

Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldurs en sóttvarnalæknir bendir á að þeir gætu í raun verið allt að tvö hundruð þúsund og hjarðónæmi þannig mögulega handan við hornið. Hann telur ekki rétt að meta það fyrr en í næstu viku hvort fresta ætti allsherjarafléttingum, í ljósi erfiðrar stöðu í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að fyrir­tæki sem greiddu sér út arð endur­greiði ríkinu styrki

Al­þýðu­sam­bandið telur víst að mörg fyrir­tæki hafi makað krókinn á ríkis­styrkjum og krefst þess að rann­sókn fari fram á því hvert ríkis­fjár­munir fóru í far­aldrinum. Eðli­legt sé að þau fyrir­tæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkis­styrki verði látin endur­greiða þá.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar á gjörgæslu milli daga

Fjörutíu og fimm sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um einn frá því í gær. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél, en í gær voru þrír á gjörgæslu og enginn í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Man ekki eftir öðrum eins forföllum

Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs.

Innlent
Fréttamynd

Ó­míkron orðið alls­ráðandi og rað­greiningu hætt

Ákveðið hefur verið að hætta raðgreiningu allra jákvæðra Covid-19 sýna. Mikill fjöldi jákvæðra sýna að undanförnu er langt umfram greiningargetu, auk þess sem að ómíkronafbrigði veirunnar hefur nú algjörlega yfirtekið deltaafbrigðið hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands

Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið.

Innlent
Fréttamynd

Innlögðum á Landspítala fækkar milli daga

Alls eru nú 44 inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en um er að ræða fækkun á milli daga. Áfram eru þrír á gjörgæslu, enginn þeirra í öndunarvél. Um 450 fleiri börn eru nú í eftirliti hjá Covid göngudeildinni heldur en í gær. 

Innlent