Hefur verið frá í mánuð vegna covid: „Þetta er ömurlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 09:00 Ragnheiður Júlíusdóttir er öflug skytta og mikill markaskorari. vísir/Hulda Margrét Handboltakonan Ragnheiður Júlíusdóttir hafði varla misst af leik á ferli sínum í meistaraflokki en nú hefur hún hvorki getað æft né spilað í um mánuð vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður hefur ekki spilað með Fram síðan í tveggja marka tapi gegn ÍBV, 24-26, 29. janúar. Hún greindist með kórónuveiruna 4. febrúar. Hún hafði áður glímt við veikindi og þessi blanda hefur ekki bara komið í veg fyrir að hún geti spilað handbolta heldur einnig sinnt námi og vinnu. „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi. „Það hefur verið erfitt að geta ekki mætt á æfingar og verið með. Ég held ég hafi varla misst af leik síðan ég byrjaði í meistaraflokki 2013. Það er mikil óvissa framundan sem er óskemmtileg. En ég reyni að gera allt til að ná mér góðri og byggja mig upp í landsleikjahléinu.“ Hefur ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar Undanfarnar vikur hefur Ragnheiður ekki gert annað en að reyna að ná sér af veikindunum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og námi en hef ekki getað sinnt því,“ sagði Ragnheiður. Veikindin hafa því ýtt vinnu, námi og handboltanum út af borðinu hjá henni. Ragnheiður hefur leikið með Fram allan sinn feril.vísir/Hulda Margrét „Ég byrjaði að vera veik í janúar og hef ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar, síðan við spiluðum gegn KA/Þór [8. janúar]. Þetta er orðinn svolítið langur tími.“ En hvernig lýsa einkennin sér? „Þreyta, mikil mæði, hár púls, svimi. Áreynsla er erfið,“ svaraði Ragnheiður sem er þríbólusett. „Ég geri alveg hluti en það er dagamunur á mér.“ Verð að halda í bjartsýnina Ragnheiður segir óvissuna óþægilega, að vita ekki hvenær hún getur snúið aftur eftir veikindin. „Það er mjög óþægilegt. Ég get ekkert sagt um það en mér finnst ég hægt og rólega að verða betri. Ég verð að reyna að vera bjartsýn og stefni á bikarhelgina. En það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ragnheiður en bikarhelgin hefst 9. mars og lýkur með úrslitaleik 12. mars. Ragnheiður segir að læknar hafi fá svör um það hvenær hún geti komið til baka eftir veikindin. „Þeir hafa sagt að það taki tíma að losna almennilega við veiruna úr líkamanum. Þetta eru ekki bara fimm dagar. Ég á að fara hægt og rólega af stað, flýta mér ekki um of, hlusta á líkamann og sjá til. Þetta er mikil óvissa. Læknar vita í raun ekkert heldur. Það er ekki langt síðan ég losnaði úr einangrun þannig að maður þarf að bíða í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig maður verður,“ sagði Ragnheiður. Ömurlegt að missa af landsleikjunum Hún hefur misst af síðustu leikjum Fram og gat vegna veikindanna ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Ragnheiður lék mjög vel og skoraði sjö mörk þegar Ísland vann Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppninni. Ragnheiður lætur vaða í leiknum gegn Serbíu í undankeppni EM.vísir/Jónína „Ég er mjög leið yfir þessu og þetta er ömurlegt því mér finnst ég loksins vera komin með almennilegt hlutverk í landsliðinu og líður vel. Ég var orðin mjög spennt fyrir þessu og að spila með Fram á þessum tíma. Ég hef alltaf átt mín bestu augnablik eftir áramót,“ sagði Ragnheiður. „Þetta er hræðileg tímasetning en ég verð að reyna að koma mér í gang sem fyrst.“ Þarf mikið til að halda henni frá keppni Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára er Ragnheiður á sínu níunda tímabili í meistaraflokki. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Fram og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá hefur Ragnheiður í tvígang orðið markadrottning efstu deildar. Frá því Ragnheiður byrjaði að spila með meistaraflokki haustið 2013 hefur hún varla misst úr leik, fyrr en nú. „Ég hef kannski misst af einum til tveimur leikjum síðan ég byrjaði. Það er því mikið sagt fyrst ég get ekki keppt,“ sagði Ragnheiður að lokum. Olís-deild kvenna Fram Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Ragnheiður hefur ekki spilað með Fram síðan í tveggja marka tapi gegn ÍBV, 24-26, 29. janúar. Hún greindist með kórónuveiruna 4. febrúar. Hún hafði áður glímt við veikindi og þessi blanda hefur ekki bara komið í veg fyrir að hún geti spilað handbolta heldur einnig sinnt námi og vinnu. „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi. „Það hefur verið erfitt að geta ekki mætt á æfingar og verið með. Ég held ég hafi varla misst af leik síðan ég byrjaði í meistaraflokki 2013. Það er mikil óvissa framundan sem er óskemmtileg. En ég reyni að gera allt til að ná mér góðri og byggja mig upp í landsleikjahléinu.“ Hefur ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar Undanfarnar vikur hefur Ragnheiður ekki gert annað en að reyna að ná sér af veikindunum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og námi en hef ekki getað sinnt því,“ sagði Ragnheiður. Veikindin hafa því ýtt vinnu, námi og handboltanum út af borðinu hjá henni. Ragnheiður hefur leikið með Fram allan sinn feril.vísir/Hulda Margrét „Ég byrjaði að vera veik í janúar og hef ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar, síðan við spiluðum gegn KA/Þór [8. janúar]. Þetta er orðinn svolítið langur tími.“ En hvernig lýsa einkennin sér? „Þreyta, mikil mæði, hár púls, svimi. Áreynsla er erfið,“ svaraði Ragnheiður sem er þríbólusett. „Ég geri alveg hluti en það er dagamunur á mér.“ Verð að halda í bjartsýnina Ragnheiður segir óvissuna óþægilega, að vita ekki hvenær hún getur snúið aftur eftir veikindin. „Það er mjög óþægilegt. Ég get ekkert sagt um það en mér finnst ég hægt og rólega að verða betri. Ég verð að reyna að vera bjartsýn og stefni á bikarhelgina. En það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ragnheiður en bikarhelgin hefst 9. mars og lýkur með úrslitaleik 12. mars. Ragnheiður segir að læknar hafi fá svör um það hvenær hún geti komið til baka eftir veikindin. „Þeir hafa sagt að það taki tíma að losna almennilega við veiruna úr líkamanum. Þetta eru ekki bara fimm dagar. Ég á að fara hægt og rólega af stað, flýta mér ekki um of, hlusta á líkamann og sjá til. Þetta er mikil óvissa. Læknar vita í raun ekkert heldur. Það er ekki langt síðan ég losnaði úr einangrun þannig að maður þarf að bíða í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig maður verður,“ sagði Ragnheiður. Ömurlegt að missa af landsleikjunum Hún hefur misst af síðustu leikjum Fram og gat vegna veikindanna ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Ragnheiður lék mjög vel og skoraði sjö mörk þegar Ísland vann Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppninni. Ragnheiður lætur vaða í leiknum gegn Serbíu í undankeppni EM.vísir/Jónína „Ég er mjög leið yfir þessu og þetta er ömurlegt því mér finnst ég loksins vera komin með almennilegt hlutverk í landsliðinu og líður vel. Ég var orðin mjög spennt fyrir þessu og að spila með Fram á þessum tíma. Ég hef alltaf átt mín bestu augnablik eftir áramót,“ sagði Ragnheiður. „Þetta er hræðileg tímasetning en ég verð að reyna að koma mér í gang sem fyrst.“ Þarf mikið til að halda henni frá keppni Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára er Ragnheiður á sínu níunda tímabili í meistaraflokki. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Fram og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá hefur Ragnheiður í tvígang orðið markadrottning efstu deildar. Frá því Ragnheiður byrjaði að spila með meistaraflokki haustið 2013 hefur hún varla misst úr leik, fyrr en nú. „Ég hef kannski misst af einum til tveimur leikjum síðan ég byrjaði. Það er því mikið sagt fyrst ég get ekki keppt,“ sagði Ragnheiður að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira