Óbólusettir gætu áfram sætt takmörkunum við landamærin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 17:52 Málið verður rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið en starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta hefur komið að því. vísir/vilhelm Langtímafyrirkomulag sóttvarna á landamærum verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þar má vænta mikilla tilslakana og jafnvel algerra afléttinga fyrir bólusetta. Nokkrar útfærslur eru til skoðunar en samkvæmt heimildum fréttastofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólusetta sem koma inn í landið. Við gildandi reglur verða bólusettir Íslendingar að fara í sýnatöku innan við 48 klukkustundum eftir komuna til landsins. Bólusettir ferðamenn verða þá að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvél eða skip á leið til landsins. Óbólusettir verða hins vegar að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þessar reglur renna út á mánudaginn eftir slétta viku, þann 28. febrúar. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta, forsætisráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hefur undanfarið unnið að tillögum um fyrirkomulag á landamærum fyrir vorið. Sá hópur hefur skilað af sér og verða niðurstöður hans til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hér er ekki um að ræða tillögur í formi minnisblaðs frá sóttvarnalækni en hann hefur ekki komið að vinnu hópsins. Í niðurstöðunum eru nokkrar leiðir teknar til umfjöllunar. Heimildir fréttastofu herma að það verði líklegasta lendingin að afnema allar helstu takmarkanir við landamærin en ríkisstjórnin muni ræða það hvort halda eigi takmörkunum fyrir óbólusetta. Það myndi þá duga að framvísa gildu bólusetningarvottorði til að komast inn í landið án þess að fara í PCR-próf í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Við gildandi reglur verða bólusettir Íslendingar að fara í sýnatöku innan við 48 klukkustundum eftir komuna til landsins. Bólusettir ferðamenn verða þá að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvél eða skip á leið til landsins. Óbólusettir verða hins vegar að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þessar reglur renna út á mánudaginn eftir slétta viku, þann 28. febrúar. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta, forsætisráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hefur undanfarið unnið að tillögum um fyrirkomulag á landamærum fyrir vorið. Sá hópur hefur skilað af sér og verða niðurstöður hans til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hér er ekki um að ræða tillögur í formi minnisblaðs frá sóttvarnalækni en hann hefur ekki komið að vinnu hópsins. Í niðurstöðunum eru nokkrar leiðir teknar til umfjöllunar. Heimildir fréttastofu herma að það verði líklegasta lendingin að afnema allar helstu takmarkanir við landamærin en ríkisstjórnin muni ræða það hvort halda eigi takmörkunum fyrir óbólusetta. Það myndi þá duga að framvísa gildu bólusetningarvottorði til að komast inn í landið án þess að fara í PCR-próf í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira