Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu
Allir sextán ára og eldri hafa nú verið boðaðir í bólusetningu á Suðurnesjum og Vestfjörðum. Á Suðurnesjum hefur gengið hvað erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu og á Vestfjörðum hefur borið á því að fólk geri upp á milli bóluefna.

Græni passinn tekinn í gagnið
Samevrópska bólusetningarvottorðið Græni passinn var tekið í gagnið hér á landi í gær.

Tveir greindust utan sóttkvíar
Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar.

Ný mótefnameðferð gegn Covid-19 gefur góða raun
Vísindamenn segja nýja mótefnameðferð munu bjarga lífi sex af hverjum hundrað sem fá meðferð vegna alvarlegs sjúkdóms af völdum kórónuveirunnar, SARS-CoV-2.

Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið
Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum.

Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid
„Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar.

Borgarstjóri segir ekki standa til að viðhalda styttri opnunartíma
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki standa til að viðhalda styttri opnunartíma skemmtistaða í miðborginni. Hann segist hins vegar myndu fagna því ef fólk byrjaði fyrr á kvöldin að skemmta sér og færi þá sömuleiðis fyrr heim.

Telur ekki sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítala
Landlæknir segir það ekki vera sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítalans vegna hópsýkingar á Landakoti. Hlutverk embættisins sé einungis að finna hvað hefði mátt fara betur.

Strauk úr sóttvarnahúsinu og gekk í skrokk á fyrrverandi
Karlmaður var í gær dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir og brot á nálgunarbanni gegn fyrrverandi kærustu sinni og brot á sóttvarnarlögum.

Sprautar fólk og spilar í höllinni
Um níu þúsund manns voru bólusettir gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Á meðan heilbrigðisstarfsmenn voru í óðaönn við að bólusetja mannskapinn stóð einn starfsmanna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins uppi í stúku og þeytti skífum.

78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana
Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar.

Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný
Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands.

Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti
Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu.

Bólusetning á pari og engir aukaskammtar í dag
Ekki verður hægt að mæta í Laugardalshöll í dag og fá bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni án þess að vera með boðun.

Loka á alla flug- og skipaumferð frá Nuuk vegna fimm nýrra smita
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna í grænlensku höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt. Búið er að loka á allt flug frá Nuuk vegna smitanna.

Mætingin ræður því hvort Pfizer-afgangar verða boðnir öllum
Búið er að bólusetja yfir sjö þúsund manns með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í dag en til stendur að bólusetja með alls níu þúsund skömmtum í dag.

Þungur dynkur og hrópað „aðstoð, aðstoð!“
„Aðstoð, aðstoð,“ heyrðist kallað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þegar ég lagði leið mína í Laugardalshöll í bólusetningu með bóluefni Janssen í gær. Hjúkrunarfræðingur að tilkynna fólki að einstaklingur hefði fallið í yfirlið. Daglegt brauð í Laugardalshöll og líklegra hjá ungu fólki.

Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar
Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur.

Enginn greindist innanlands í gær
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær.

Tveir til viðbótar smitaðir á Grænlandi
Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærkvöldi. Báðir þeir sem smituðust tengjast fyrra hópsmiti í tengslum við verktakafyrirtækið Munck sem stendur að framkvæmdum á flugvellinum í Nuuk.

Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag
Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu.

Fresta afléttingum um mánuð
Lokaskrefi í afléttingaráætlun Englendinga hefur verið frestað til 19. júlí. Allar samkomutakmarkanir átti að afnema þann 21. júní en vegna bakslags í faraldrinum var tekin ákvörðun um að bíða með það í heilan mánuð.

Hvetur foreldra til að ýta við ungmennum fæddum 2003 og 2004
Erfiðlega gekk að koma út bóluefni Janssen í dag. Til að tryggja að skammtar eyðilegðust ekki var öllum boðið að mæta.

Partý út um allt og veislusalir að bókast upp
Viðburðafyrirtæki hafa vart undan við að skipuleggja samkomur fyrir hópa og fyrirtæki og viðlíka sala hefur varla sést síðan fyrir bankahrun. Salir eru að bókast upp og síminn stoppar varla hjá tónlistarfólki landsins, að sögn skipuleggjanda.

Fullbólusett forsetafrú með regnbogagrímu
Eliza Jean Reid forsetafrú var bólusett með bóluefni Jansen í Laugardalshöll í dag. Hún var nokkuð seinni til að fá bólusetningu en eiginmaður sinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en hann var bólusettur með fyrri sprautu AstraZeneca fyrir rúmum mánuði síðan.

Bólusetningum lokið í dag
Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun.

Um 70 skammtar eftir
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að krefja fólk ekki um boðun í bólusetningu vilji það koma og láta bólusetja sig með bóluefni Janssen í dag. Bólusetning er því opin öllum, utan yngstu árganga og barnshafandi.

Barnaþrælkun færist í aukana á nýjanleik
Samkvæmt Alþjóða vinnumálastofnuninni (ILO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eru alls 160 milljónir barna í nauðungarvinnu.

Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum
Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Dræm mæting í bólusetningu og fleiri hópar boðaðir
Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll.