Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2021 14:27 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dregur í handahófskenndar bólusetningar. Síðasta vikan er nú að renna upp. Vísir/vilhelm Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag. „Við höfðum sett Astra-dag á plan í næstu viku upp á von og óvon að efnið kæmi til okkar en okkur sýnist að það muni ekki nást þannig að við þurfum að færa það aftur yfir í vikuna þar á eftir, alveg í lok júní, þannig að við stefnum á tvo stóra Astra-daga þarna 30. júní og 1. júlí,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Um tuttugu þúsund manns eiga eftir að fá Astra-skammt en allir hafa þeir fengið fyrri skammtinn af efninu. Þá er nú að renna upp síðasta vika handahófskenndu árgangabólusetninganna. „Við erum að klára þá fyrsta skammtinn í þessari viku, verðum með stóran dag á þriðjudaginn sem er Janssen og á miðvikudaginn er líka stór Pfizer-dagur,“ segir Ragnheiður og reiknar með að tíu þúsund manns verði bólusettir hvorn daginn. „Svo rennum við svolítið blint í sjóinn með það hverjir verða eftir, hvað það er stór hópur sem óskar eftir bólusetningu en hefur ekki komist á settum tíma,“ segir hún. „Þannig að eftir klukkan tvö á þriðjudaginn og eftir klukkan þrjú á miðvikudaginn er þá kannski eitthvað uppsóp en við þurfum að átta okkur á því hvað þetta eru margir. Ef þetta verða mjög margir þurfum við líklega að skipuleggja einhverja aðra daga.“ Hugsanlega eigi þau fimmtudaginn upp á að hlaupa ef fram fer sem horfir með AstraZeneca-efnið. „Og getum þá kannski ef við eigum nóg Janssen-efni, að setja það á þann dag.“ Ragnheiður segir ekki ljóst hversu margir eigi eftir að koma í bólusetningu. „En þegar við höfðum uppsópsdag fyrir alla sem voru fæddir 75 og fyrr voru heimtur miklu minni en við bjuggumst við,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við höfðum sett Astra-dag á plan í næstu viku upp á von og óvon að efnið kæmi til okkar en okkur sýnist að það muni ekki nást þannig að við þurfum að færa það aftur yfir í vikuna þar á eftir, alveg í lok júní, þannig að við stefnum á tvo stóra Astra-daga þarna 30. júní og 1. júlí,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Um tuttugu þúsund manns eiga eftir að fá Astra-skammt en allir hafa þeir fengið fyrri skammtinn af efninu. Þá er nú að renna upp síðasta vika handahófskenndu árgangabólusetninganna. „Við erum að klára þá fyrsta skammtinn í þessari viku, verðum með stóran dag á þriðjudaginn sem er Janssen og á miðvikudaginn er líka stór Pfizer-dagur,“ segir Ragnheiður og reiknar með að tíu þúsund manns verði bólusettir hvorn daginn. „Svo rennum við svolítið blint í sjóinn með það hverjir verða eftir, hvað það er stór hópur sem óskar eftir bólusetningu en hefur ekki komist á settum tíma,“ segir hún. „Þannig að eftir klukkan tvö á þriðjudaginn og eftir klukkan þrjú á miðvikudaginn er þá kannski eitthvað uppsóp en við þurfum að átta okkur á því hvað þetta eru margir. Ef þetta verða mjög margir þurfum við líklega að skipuleggja einhverja aðra daga.“ Hugsanlega eigi þau fimmtudaginn upp á að hlaupa ef fram fer sem horfir með AstraZeneca-efnið. „Og getum þá kannski ef við eigum nóg Janssen-efni, að setja það á þann dag.“ Ragnheiður segir ekki ljóst hversu margir eigi eftir að koma í bólusetningu. „En þegar við höfðum uppsópsdag fyrir alla sem voru fæddir 75 og fyrr voru heimtur miklu minni en við bjuggumst við,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira