Breytingar á skimunum muni hafa jákvæð áhrif á ferðavilja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 18:51 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Ferðamálastjóri segir ákvörðun um að hætta að skima bólusetta á landamærunum vafalaust eiga eftir að auka ferðavilja erlendra ferðamanna til landsins. Hvers kyns takmarkanir hafi óhjákvæmilega áhrif. „Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.” Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
„Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.”
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira