Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 11:08 Yfir sjötíu þúsund ný tilfelli greinast af Kórónuveirunni daglega í Brasilíu. Getty/Andre Coelho Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. Nýlegt afbrigði veirunnar, Gamma afbrigðið eða brasilíska afbrigðið hefur geisað í landinu og víðar um heim á þessu ári. Síðan í mars hafa dauðsföll í landinu verið yfir 1.500 á dag. Þá greinast að meðaltali sjötíu þúsund ný tilfelli daglega. Sérfræðingar telja að ástandið í landinu muni einungis versna með vetrinum sem hefst í næstu viku í Brasilíu, en aðeins um fimmtán prósent fullorðinna eru fullbólusett. Bráðamóttökur eru víða að nálgast þolmörk og er heilbrigðiskerfið í flestum stærstu borgum Brasilíu talið vera að hruni komið. Forsetinn gerir lítið úr ástandinu Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína og skort á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Hann styður til að mynda ekki grímuskyldu eða útgöngubann og hefur þótt fullur efasemda um gagnsemi bólusetningar. Forsetinn greindist sjálfur með veiruna síðasta sumar en kveðst ekki hafa orðið alvarlega veikur. Þá hafa heilbrigðisráðherrar sem starfað hafa við hlið Bolsonaro ýmist verið reknir eða hrökklast úr starfi vegna ágreinings við forsetann um faraldurinn. Nú gegnir hjartalæknirinn Marcelo Queiroga embættinu og er sá fjórði á einu ári. Bolsonaro er sakaður um að hafa ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og verið frekar umhugað um áhrif hans á efnahagslífið, heldur en þjóðina sjálfa. Þúsundir íbúar Brasilíu komu saman á laugardaginn til þess að mótmæla viðbrögðum hans og reka á eftir bólusetningum. Þingið rannsakar nú vinnubrögð forsetans og ríkisstjórnarinnar í faraldrinum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Nýlegt afbrigði veirunnar, Gamma afbrigðið eða brasilíska afbrigðið hefur geisað í landinu og víðar um heim á þessu ári. Síðan í mars hafa dauðsföll í landinu verið yfir 1.500 á dag. Þá greinast að meðaltali sjötíu þúsund ný tilfelli daglega. Sérfræðingar telja að ástandið í landinu muni einungis versna með vetrinum sem hefst í næstu viku í Brasilíu, en aðeins um fimmtán prósent fullorðinna eru fullbólusett. Bráðamóttökur eru víða að nálgast þolmörk og er heilbrigðiskerfið í flestum stærstu borgum Brasilíu talið vera að hruni komið. Forsetinn gerir lítið úr ástandinu Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína og skort á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Hann styður til að mynda ekki grímuskyldu eða útgöngubann og hefur þótt fullur efasemda um gagnsemi bólusetningar. Forsetinn greindist sjálfur með veiruna síðasta sumar en kveðst ekki hafa orðið alvarlega veikur. Þá hafa heilbrigðisráðherrar sem starfað hafa við hlið Bolsonaro ýmist verið reknir eða hrökklast úr starfi vegna ágreinings við forsetann um faraldurinn. Nú gegnir hjartalæknirinn Marcelo Queiroga embættinu og er sá fjórði á einu ári. Bolsonaro er sakaður um að hafa ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og verið frekar umhugað um áhrif hans á efnahagslífið, heldur en þjóðina sjálfa. Þúsundir íbúar Brasilíu komu saman á laugardaginn til þess að mótmæla viðbrögðum hans og reka á eftir bólusetningum. Þingið rannsakar nú vinnubrögð forsetans og ríkisstjórnarinnar í faraldrinum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33
Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25