Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Reyndu að svindla sér í bólusetningu með strikamerki frá öðrum
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er manneskjan á bak við bólusetningarnar. Hún hefur séð til þess að allt ferlið gangi vel frá a til ö.

Stemmingin góð en flækjustigið hátt fyrir Covid-Ólympíuleika
Rétt rúmur mánuður er nú í að Ólympíuleikarnir hefjist í Japan. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir flækjustigið hátt vegna kórónuveirufaraldursins en góð stemming sé fyrir þessum fordæmalausu Ólympíuleikum.


Kórónuveiran hefur ekki hrakið fleiri í foreldrahús
Sú flökkusaga að kórónuveirufaraldurinn hafi orðið til þess að bresk ungmenni flúðu umvörpum aftur í foreldrahús á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Einstaklingum á aldrinum 18 til 34 sem búa í foreldrahúsum hefur þvert á móti fækkað.

Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum.

Enginn greindist með Covid-19 um helgina
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands föstudag, laugardag eða sunnudag. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is.

Mat á viðbrögðum alþjóðasamstarfsins við COVID-19
Ísland er virkur þátttakandi í alþjóðabandalagi um úttektir á COVID - 19.

Búið að fresta bólusetningu með AstraZeneca
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur frestað seinni bólusetningunni með bóluefninu frá AstraZeneca, sem var fyrirhuguð á fimmtudag.

Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna
Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna.

Bólusett með Janssen og Pfizer í vikunni
Framundan er stór vika í bólusetningum en bólusett verður með bóluefnunum frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca, það er að segja ef síðastnefnda berst í tæka tíð.

Breytingar á skimunum muni hafa jákvæð áhrif á ferðavilja
Ferðamálastjóri segir ákvörðun um að hætta að skima bólusetta á landamærunum vafalaust eiga eftir að auka ferðavilja erlendra ferðamanna til landsins. Hvers kyns takmarkanir hafi óhjákvæmilega áhrif.

Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi
Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag.

Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu
Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist.

Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri.

Palestínumenn afþakka bóluefni frá Ísrael
Palestínsk yfirvöld hafa dregið sig út úr samningi við Ísrael en samkvæmt honum átti Palestína að fá minnst milljón skammta af Covid-19 bóluefni. Palestínumenn segja Pfizer-skammtana of nálægt því að renna út.

Covid-19 og áhrif á heilbrigðisþjónustu
Heimsfaraldur Covid-19 hefur geisað síðasta eina og hálfa árið, með alvarlegum afleiðingum um heim allan. Milljónir hafa látið lífið og margfalt fleiri hafa misst nána ættingja. Fjöldi fólks er án atvinnu og ríkisstjórnir heims hafa þurft að grípa til kraftmikilla aðgerða til að draga úr efnahagslegum áhrifum faraldursins.

Bóluefnið sem brást
Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots.

Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar
Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin.

Ferðamennirnir miður sín og í farsóttarhúsi
Ferðamenn sem greindust með Delta-afbrigði kórónuveirunnar í vikunni eru miður sín, að sögn yfirlæknis. Þá beri að hafa í huga fyrir veisluhöld helgarinnar að stór hluti yngri aldurshópa sé aðeins hálfvarinn.

Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið
Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér.

Enginn greindist innanlands á 17. júní
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum.

Flóttafólki heldur áfram að fjölga þrátt fyrir heimsfaraldur
Uum 82,4 milljónir manna voru á flótta í heiminum á síðasta ári.

Ferðaþjónustan vill afnám sóttkvíar
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vonar að sóttkví við komuna til landsins verði fljótlega afnumin og að slíkt verði til þess að ferðaþjónustan hérlendis komist aftur á fullt.

Evrópa grænkar á Covid-kortinu
Það er orðið nokkuð grænt um að lítast á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir sjónrænt stöðu kórónuveirufaraldursins víðs vegar um Evrópu.

Lögregla stoppaði vegfarendur og bauð þeim far í bólusetningu
Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bóluefnaskömmtum sem heilsugæslan á Húsavík hafði til umráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólusetningu. Lögreglan á Húsavík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólusett fólk og kippti því með sér á bólusetningarstöðina.

Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu
Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“

Svíunum þótti bólusetningarfyrirkomulag Íslendinga stórmerkilegt
Fjöldabólusetning Íslendinga hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Erlendir sérfræðingar gerðu sér ferð til landsins á dögunum, gagngert til að skoða fyrirkomulagið.

Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“
Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost.

Kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra
Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins.

Nuuk einangruð næstu vikuna
Landsstjórn Grænlands hefur bannað allar ferðir frá höfuðborginni Nuuk og til annarra staða í landinu í tilraun til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í höfuðborginni. Þó er kannað hvort mögulegt sé að opna á ferðir frá Nuuk og til Danmerkur.