Með virkt smit í tíu mánuði, lá sjö sinnum inni og greindist 42 sinnum jákvæður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2021 14:22 „Stundum óskaði ég þess að ég færi um miðja nótt, því ég gat ekki lifað svona. Það kemur að því að þú verður meira hræddur við að lifa en að deyja.“ Skjáskot Dave Smith á heldur óskemmtilegt met; hann er sá sem hefur mælst með virkt kórónuveirusmit í lengstan tíma. Sýkingin varði í meira en 290 daga, næstum tíu mánuði. Smith lagðist sjö sinnum inn á sjúkrahús og mældist jákvæður í 42 prófum. „Ég hringdi í alla í fjölskyldunni og gerði upp við þá. Nú vildi ég óska að ég hefði ekki opnað munninn,“ gantast Smith. Hann segir niðursveiflurnar í sjúkdómnum hafa verið alvarlegar, þannig að hann var við dauðans dyr. „Konan mín hóf fimm sinnum að undirbúa jarðaförina mína,“ segir hann. Flestir sem greinast með virkt kórónusmit í langan tíma eru oftast með laskað mótefnasvar, til dæmis vegna nýlegrar meðferðar við blóðkrabbameinum eða erfðasjúkdóma. Þegar hann veiktist fyrst af völdum SARS-CoV-2, í mars í fyrra, hafði Smith nýlega lokið meðferð við hvítblæði. „Ég var algjörlega orkulaus og tapaði lyktarskyninu, sem ég hef ekki enn fengið til baka. En ég fór ekki í Covid-próf fyrr en í apríl, þegar ég var lagður inn á sjúkrahús vegna lungnasýkingar,“ segir ökukennarinn fyrrverandi. Smith voru gefin sýklalyf og sendur heim en var aftur lagður inn í júlí. Þegar hann greindist aftur með Covid-19 héldu læknarnir fyrst að hann hefði smitast aftur en raðgreining leiddi í ljós að um sömu veiru var að ræða. "Here comes the miracle man” 72 year old Dave Smith had Covid for nearly 300 days - the longest recorded case in the world. He speaks to #BBCBreakfast about his nightmare year and being studied by Bristol University. https://t.co/Nt7FCC1O8B pic.twitter.com/UJIVnc3h6W— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) June 24, 2021 Var búinn að ganga frá öllu og kveðja Smith batnaði og versnaði til skiptis. Hann og eiginkona hans Lynda vörðu öllum sínum tíma heima fyrir, horfðu á sjónvarpið og fengu nauðsynleg aðföng send heim. Smith missti alla matarlyst og fór úr 115 kg í 64 kg. „Á einum tíma var ég rúmliggjandi í tvo eða þrjá mánuði. Konan mín varð að þrífa mig og raka mig í rúminu því ég gat ekki staðið upp. Stundum óskaði ég þess að ég færi um miðja nótt, því ég gat ekki lifað svona. Það kemur að því að þú verður meira hræddur við að lifa en að deyja.“ Smith horfðist í augu við það að vera að deyja, gekk frá sínum málum og kvaddi nákomna. Það var ekki fyrr en hann fékk lyfjakokteil á tilraunastigi sem honum fór að batna. Um var að ræða mótefnalyfin casirivimab og imdevimab, þróuð af lyfjafyrirtækinu Regeneron; sama kokteil og gefinn var Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta þegar hann veiktist. Sér ekkert nema stjörnurnar Fjörtíu og fimm dögum eftir að lyfjagjöfin hófst sýndu próf fram á að Smith væri loks neikvæður; laus við kórónuveiruna og Covid-19. „Við opnuðum kampavínsflösku sem við áttum uppi í skáp, því við drekkum lítið, og kláruðum hana saman. Svo hringdum við í alla og sögðum: Ég er neikvæður, ég er neikvæður.“ Síðan þá hefur Smith ferðast og er nú að kenna barnabarninu sínu að keyra. „Ég verð aldrei 100 prósent því Covid hefur eyðilagt í mér lungun, þannig að ég verð fljótt móður. En hver dagur er bónus. Ég segi alltaf: Þegar þú liggur í ræsinu sérðu ekkert nema stjörnurnar. Ég hef farið niður á botnin og núna er allt æðislegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Sjá meira
„Ég hringdi í alla í fjölskyldunni og gerði upp við þá. Nú vildi ég óska að ég hefði ekki opnað munninn,“ gantast Smith. Hann segir niðursveiflurnar í sjúkdómnum hafa verið alvarlegar, þannig að hann var við dauðans dyr. „Konan mín hóf fimm sinnum að undirbúa jarðaförina mína,“ segir hann. Flestir sem greinast með virkt kórónusmit í langan tíma eru oftast með laskað mótefnasvar, til dæmis vegna nýlegrar meðferðar við blóðkrabbameinum eða erfðasjúkdóma. Þegar hann veiktist fyrst af völdum SARS-CoV-2, í mars í fyrra, hafði Smith nýlega lokið meðferð við hvítblæði. „Ég var algjörlega orkulaus og tapaði lyktarskyninu, sem ég hef ekki enn fengið til baka. En ég fór ekki í Covid-próf fyrr en í apríl, þegar ég var lagður inn á sjúkrahús vegna lungnasýkingar,“ segir ökukennarinn fyrrverandi. Smith voru gefin sýklalyf og sendur heim en var aftur lagður inn í júlí. Þegar hann greindist aftur með Covid-19 héldu læknarnir fyrst að hann hefði smitast aftur en raðgreining leiddi í ljós að um sömu veiru var að ræða. "Here comes the miracle man” 72 year old Dave Smith had Covid for nearly 300 days - the longest recorded case in the world. He speaks to #BBCBreakfast about his nightmare year and being studied by Bristol University. https://t.co/Nt7FCC1O8B pic.twitter.com/UJIVnc3h6W— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) June 24, 2021 Var búinn að ganga frá öllu og kveðja Smith batnaði og versnaði til skiptis. Hann og eiginkona hans Lynda vörðu öllum sínum tíma heima fyrir, horfðu á sjónvarpið og fengu nauðsynleg aðföng send heim. Smith missti alla matarlyst og fór úr 115 kg í 64 kg. „Á einum tíma var ég rúmliggjandi í tvo eða þrjá mánuði. Konan mín varð að þrífa mig og raka mig í rúminu því ég gat ekki staðið upp. Stundum óskaði ég þess að ég færi um miðja nótt, því ég gat ekki lifað svona. Það kemur að því að þú verður meira hræddur við að lifa en að deyja.“ Smith horfðist í augu við það að vera að deyja, gekk frá sínum málum og kvaddi nákomna. Það var ekki fyrr en hann fékk lyfjakokteil á tilraunastigi sem honum fór að batna. Um var að ræða mótefnalyfin casirivimab og imdevimab, þróuð af lyfjafyrirtækinu Regeneron; sama kokteil og gefinn var Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta þegar hann veiktist. Sér ekkert nema stjörnurnar Fjörtíu og fimm dögum eftir að lyfjagjöfin hófst sýndu próf fram á að Smith væri loks neikvæður; laus við kórónuveiruna og Covid-19. „Við opnuðum kampavínsflösku sem við áttum uppi í skáp, því við drekkum lítið, og kláruðum hana saman. Svo hringdum við í alla og sögðum: Ég er neikvæður, ég er neikvæður.“ Síðan þá hefur Smith ferðast og er nú að kenna barnabarninu sínu að keyra. „Ég verð aldrei 100 prósent því Covid hefur eyðilagt í mér lungun, þannig að ég verð fljótt móður. En hver dagur er bónus. Ég segi alltaf: Þegar þú liggur í ræsinu sérðu ekkert nema stjörnurnar. Ég hef farið niður á botnin og núna er allt æðislegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Sjá meira