Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 09:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins heilt yfir góða. Fólk geti þó enn veikst, og sumt alvarlega. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. „Við þurfum að gæta að okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum þó að við séum að slaka allverulega á öllum takmörkunum, því það eru enn hópar og einstaklingar sem geta smitast og veikst,“ sagði Þórólfur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir fólk enn vera að greinast með veiruna á landamærum Íslands og hægt sé að búast við því að fólk komi með veiruna inn í landið erlendis frá. Þá verði að leggja traust á að gott hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu og ekkert verði úr slíkum tilfellum. Þegar þetta er skrifað hafa 83,6 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið minnst einn skammt af bóluefni eða sýkst áður af kórónuveirunni. Það er að segja, þetta er það hlutfall sem telja má líklegra en ekki að hafi myndað vörn við kórónuveirunni. Litlar líkur á stórri sýkingu Þórólfur segir stöðu faraldursins hér á landi heilt yfir mjög góða. Búið sé að bólusetja margt fólk og yngri hópar séu allir að koma til í þeim efnum. „Það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af er að við förum að fá eitthvað meira af veirunni hér inn og fólk innanlands er ekki að passa sig, og við erum ekki með okkar einstaklingsbundnu sýkingavarnir í lagi. Þá getur fólk veikst sem einstaklingar, það má ekki gleyma því að það getur gerst og það getur orðið alvarlegt fyrir einhverja,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja ólíklegt að smit sem komast í gegnum landamærin verði þess valdandi að upp komi stór hópsýking eða jafnvel bylgja faraldursins, líkt og dæmi síðustu 15 mánaða sanna að getur gerst. Færumst nær allsherjarafléttingu Stjórnvöld hafa gefið það út að þegar 75 prósent fólks hafa fengið minnst eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni eigi að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sem stendur eru 300 manna samkomutakmarkanir auk annarra ráðstafana á borð við fjarlægðartakmörk enn í gildi. Þórólfur segir samfélagið þó vera að fikra sig nær því að aflétta öllum hömlum. „Þetta gerist hægt og bítandi, jafnhliða því sem við erum að fá gott tak á faraldrinum hér innanlands með aðgerðum innanlands og á landamærunum, og að auka þátttökuna í bólusetningum, þá getum við farið að slaka á.“ Hann segist sjálfur telja að senn líði að því að hægt verði að slaka meira á takmörkunum innanlands, sem og á landamærunum, eftir því sem bólusetningum vindur fram. Bóluefnin gefið góða raun Hvað varðar bóluefnin sem notuð hafa verið hér á landi segir Þórólfur að þau hafi gefið góða raun. Hér á landi hafa verið notuð fjögur bóluefni, frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. „Þessi bóluefni eru bara mjög góð og eru að uppfylla væntingar. Það er að segja, vörnin sem þau veita er mjög góð og jafnvel eftir einn skammt er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi mjög mikil. Þó fólk geti smitast eftir eina sprautu þá er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómum mjög góð og svo er hún enn þá betri eftir tvær sprautur,“ segir Þórólfur. Þrjú af fjórum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi eru gefin í tveimur skömmtum, með minnst þriggja vikna bili á milli. Aðeins bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Þórólfur segir að lögð hafi verið áhersla á að fullbólusetja sem flesta, sem komið hafi á daginn að hafi verið góð ákvörðun. Dræm mæting ekki stórt áhyggjuefni Í gær var mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen heldur dræm og ekki tókst að koma öllu bóluefninu út. Þórólfur segir það engin stórkostleg vonbrigði. „Þetta eru þessir yngri aldurshópar sem eru ekki alveg að mæta. Hvort það er út af bólusetningu almennt eða hvort það er út af Janssen bóluefninu,“ segir Þórólfur. Hann segir stóran hluta þeirra sem ekki mæta vera með erlend nöfn og því leiki vafi á því hvort viðkomandi séu á landinu yfir höfuð. „Það er ýmislegt sem er á bak við þetta sem við vitum ekki nákvæmlega. Nú á líka að fara að bjóða fólki Pfizer, þannig að við sjáum hvort það verði einhver meiri þátttaka þar. Þetta er svona aðeins óljóst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Við þurfum að gæta að okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum þó að við séum að slaka allverulega á öllum takmörkunum, því það eru enn hópar og einstaklingar sem geta smitast og veikst,“ sagði Þórólfur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir fólk enn vera að greinast með veiruna á landamærum Íslands og hægt sé að búast við því að fólk komi með veiruna inn í landið erlendis frá. Þá verði að leggja traust á að gott hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu og ekkert verði úr slíkum tilfellum. Þegar þetta er skrifað hafa 83,6 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið minnst einn skammt af bóluefni eða sýkst áður af kórónuveirunni. Það er að segja, þetta er það hlutfall sem telja má líklegra en ekki að hafi myndað vörn við kórónuveirunni. Litlar líkur á stórri sýkingu Þórólfur segir stöðu faraldursins hér á landi heilt yfir mjög góða. Búið sé að bólusetja margt fólk og yngri hópar séu allir að koma til í þeim efnum. „Það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af er að við förum að fá eitthvað meira af veirunni hér inn og fólk innanlands er ekki að passa sig, og við erum ekki með okkar einstaklingsbundnu sýkingavarnir í lagi. Þá getur fólk veikst sem einstaklingar, það má ekki gleyma því að það getur gerst og það getur orðið alvarlegt fyrir einhverja,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja ólíklegt að smit sem komast í gegnum landamærin verði þess valdandi að upp komi stór hópsýking eða jafnvel bylgja faraldursins, líkt og dæmi síðustu 15 mánaða sanna að getur gerst. Færumst nær allsherjarafléttingu Stjórnvöld hafa gefið það út að þegar 75 prósent fólks hafa fengið minnst eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni eigi að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sem stendur eru 300 manna samkomutakmarkanir auk annarra ráðstafana á borð við fjarlægðartakmörk enn í gildi. Þórólfur segir samfélagið þó vera að fikra sig nær því að aflétta öllum hömlum. „Þetta gerist hægt og bítandi, jafnhliða því sem við erum að fá gott tak á faraldrinum hér innanlands með aðgerðum innanlands og á landamærunum, og að auka þátttökuna í bólusetningum, þá getum við farið að slaka á.“ Hann segist sjálfur telja að senn líði að því að hægt verði að slaka meira á takmörkunum innanlands, sem og á landamærunum, eftir því sem bólusetningum vindur fram. Bóluefnin gefið góða raun Hvað varðar bóluefnin sem notuð hafa verið hér á landi segir Þórólfur að þau hafi gefið góða raun. Hér á landi hafa verið notuð fjögur bóluefni, frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. „Þessi bóluefni eru bara mjög góð og eru að uppfylla væntingar. Það er að segja, vörnin sem þau veita er mjög góð og jafnvel eftir einn skammt er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi mjög mikil. Þó fólk geti smitast eftir eina sprautu þá er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómum mjög góð og svo er hún enn þá betri eftir tvær sprautur,“ segir Þórólfur. Þrjú af fjórum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi eru gefin í tveimur skömmtum, með minnst þriggja vikna bili á milli. Aðeins bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Þórólfur segir að lögð hafi verið áhersla á að fullbólusetja sem flesta, sem komið hafi á daginn að hafi verið góð ákvörðun. Dræm mæting ekki stórt áhyggjuefni Í gær var mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen heldur dræm og ekki tókst að koma öllu bóluefninu út. Þórólfur segir það engin stórkostleg vonbrigði. „Þetta eru þessir yngri aldurshópar sem eru ekki alveg að mæta. Hvort það er út af bólusetningu almennt eða hvort það er út af Janssen bóluefninu,“ segir Þórólfur. Hann segir stóran hluta þeirra sem ekki mæta vera með erlend nöfn og því leiki vafi á því hvort viðkomandi séu á landinu yfir höfuð. „Það er ýmislegt sem er á bak við þetta sem við vitum ekki nákvæmlega. Nú á líka að fara að bjóða fólki Pfizer, þannig að við sjáum hvort það verði einhver meiri þátttaka þar. Þetta er svona aðeins óljóst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira