Gray Line áætlar endurreisn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 13:37 Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line var eitt fyrsta fyrirtækið í ferðaþjónustu til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagninu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Vísir/Gray Line Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað ítarlega um það með hvaða hætti félagið hyggst efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Sú umfjöllun byggir á spá um komu ferðamanna til landsins og sögulegum gögnum um rekstrarafkomu félagsins á síðustu mánuðum fyrir Covid-19. Í greinargerðinni er einnig bent á að þegar ferðamennska stóð í blóma hafi Gray Line verið annað stærsta fyrirtækið hér á landi í sölu dagferða og hópferða til ferðamanna. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Hann telur eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir um efndir nauðasamningsins. Hann vísar til mikillar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félagsins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota félagsins á hagstæðum kjörum. Þá bendir hann jafnframt á yfirgripsmiklar hagræðingaraðgerðir í rekstrinum sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur. Félagið sé engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið. Atli bendir einnig á að bókanir fyrir tímabilið nóvember 2021 til febrúar 2022 séu góðar og komnar upp fyrir sambærilega bókunarstöðu í júní 2022 fyrir sömu mánuði. Þá telur hann að með lækkun skulda auk rekstrarfjár sem hluthafar leggja félaginu til, muni hafa jákvæð áhrif á getu félagsins til þess að standa við nauðasamninginn. Félagið var eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til þess að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningarinnar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins segir að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota síðasta sumar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað ítarlega um það með hvaða hætti félagið hyggst efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Sú umfjöllun byggir á spá um komu ferðamanna til landsins og sögulegum gögnum um rekstrarafkomu félagsins á síðustu mánuðum fyrir Covid-19. Í greinargerðinni er einnig bent á að þegar ferðamennska stóð í blóma hafi Gray Line verið annað stærsta fyrirtækið hér á landi í sölu dagferða og hópferða til ferðamanna. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Hann telur eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir um efndir nauðasamningsins. Hann vísar til mikillar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félagsins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota félagsins á hagstæðum kjörum. Þá bendir hann jafnframt á yfirgripsmiklar hagræðingaraðgerðir í rekstrinum sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur. Félagið sé engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið. Atli bendir einnig á að bókanir fyrir tímabilið nóvember 2021 til febrúar 2022 séu góðar og komnar upp fyrir sambærilega bókunarstöðu í júní 2022 fyrir sömu mánuði. Þá telur hann að með lækkun skulda auk rekstrarfjár sem hluthafar leggja félaginu til, muni hafa jákvæð áhrif á getu félagsins til þess að standa við nauðasamninginn. Félagið var eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til þess að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningarinnar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins segir að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota síðasta sumar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29