Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nokkur röð sé að myndast við höllina. Unnið sé að því að sigta fólk með eldri Pfizer-strikamerki úr röðinni, þar sem nánast allir sem boðaðir voru í dag ættu að hafa skilað sér nú þegar.
Ragnheiður segir að þegar búið verði að bólusetja þann hóp verði mögulega hægt að hleypa fólki án strikamerkis í bólusetningu, allt eftir því hvað birgðastaðan leyfir.