Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2021 12:01 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ferðaþjónustu og veitingageirann hafa tekið við sér á ný. Almannavarnir Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira