Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2021 12:01 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ferðaþjónustu og veitingageirann hafa tekið við sér á ný. Almannavarnir Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira