Verslun

Fréttamynd

Ali­baba sektað um 350 milljarða

Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupa Útilíf af Högum

Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson hafa í sameiningu keypt Útilíf af Högum. Eftir kaupin er Íslensk fjárfesting 60 prósent hluthafi en J.S. Gunnarsson heldur á 40 prósent hlut í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Páskaeggin við það að klárast

Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld.

Innlent
Fréttamynd

Andri og Gerður til liðs við aha.is

Aha.is hefur ráðið þau Gerði Guðnadóttur og Andra Davíð Pétursson til starfa. Gerður hefur verið ráðin markaðsstjóri og mun bera ábyrgð á markaðsmálum félagsins. Andri hefur verið ráðinn í stöðu tengiliðar við veitingastaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísmar festir kaup á Fálkanum

Gengið hefur verið frá kaupum sölu- og þjónustufyrirtækisins Ísmars á Fálkanum. Alls starfa 32 starfsmenn hjá félögunum en ekki er gert ráð fyrir að starfsfólki fækki í tengslum við kaupin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“

„Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Rekstrinum kippt undan Pink Iceland sem hefur opnað CBD verslun

Í tíu ár hefur Pink Iceland látið drauma ferðafólks rætast sem kemur til Íslands til að gifta sig. Brúðkaupin eru orðin fleiri en sex hundruð, hvert öðru litríkara og ævintýralegra og hægt væri að gera heilan raunveruleikaþátt út frá ótrúlegum sögum brúðkaupsskipuleggjanda.

Lífið
Fréttamynd

Koma ný inn í stjórn SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, var í morgun endurkjörinn sem stjórnarformaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, til næstu tveggja ára. Þá var kosið um fjögur sæti meðstjórnenda, en alls buðu tólf sig fram og hafa aldrei verið fleiri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Hag­kaups í Garða­bæ smitaður

Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gærkvöldi. Umræddur starfsmaður vinnur á nóttunni við áfyllingar og var við störf aðfaranótt laugardags og sunnudags um liðna helgi.

Innlent
Fréttamynd

Erla Wigelund er látin

Erla Wigelund, kaupmaður í Verðlistanum í Reykjavík, er látin 92 ára að aldri. Hún lést á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin 2020

Vörumerkjastofan brandr mun í dag útnefna bestu íslensku vörumerkin árið 2020 í beinu streymi sem hefst klukkan 16. Kynnir verðlaunanna er Þorsteinn Bachmann og mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flytja stutt ávarp áður en sigurvegarar verða kynntir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta rekstri Qu­iznos á Ís­landi

Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri flug­vélar lentu á Akur­eyri en á Kefla­víkur­flug­velli

Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. 

Innlent