Íslendingar óðir í raf- og heimilistæki í nóvember Eiður Þór Árnason skrifar 14. desember 2021 14:36 Netverslun heldur áfram að sækja í sig veðrið á Íslandi. Vísir/Vilhelm Netverslun Íslendinga jókst um 112,5% milli október og nóvember. Sá síðarnefndi hefur á seinustu árum orðið að stærsta netverslunarmánuði ársins með tilkomu tilboðsdaga á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og netmánudag. Þrátt fyrir mikla aukningu nær veltan þó ekki sömu hæðum og í nóvember í fyrra. Hlutfall kortaveltu á netinu af heildarkortaveltu í innlendri verslun hefur einnig verið hæst í nóvembermánuði ár hvert. Það hlutfall jókst um 6,5% á milli mánaða í ár og var 13,3% í nóvember síðastliðnum, samanborið við 16,6% í fyrra. Þetta kemur fram í greiningu Rannsóknaseturs verslunarinnar sem segir greinilegt að kortavelta nóvembermánaðar einkennist af jólagjafakaupum. Heilt yfir nam aukning í verslunartengdri veltu 8,7% milli mánaða. Stóraukning í sölu raf- og heimilistækja Mest var aukningin milli október og nóvember í veltu gjafavöru- og minjagripaverslunar eða 64,9% og í veltu verslunar með raf- og heimilistæki eða 52,5%. Velta í verslun með heimilisbúnað jókst um 23,3% á milli mánaða, í bóka, blaða og hljómplötuverslun um 20,2% og velta byggingavöruverslunar jókst um 21,7%. Velta í innlendri fataverslun stóð þó í stað á milli mánaða. Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 79,5 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum, sem er 12,6% hærra en í nóvember í fyrra og 18,9% hærra en í nóvember 2019. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 15,6% í nóvember en sama hlutfall var 2,3% í fyrra og 16,4% í nóvember 2019. Erlend kortavelta dróst saman um 30% milli mánaða í takt við fækkun ferðamanna, en brottfarir ferðamanna um Keflavíkurflugvöll drógust saman um tæp 27% á sama tíma. Verslun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Hlutfall kortaveltu á netinu af heildarkortaveltu í innlendri verslun hefur einnig verið hæst í nóvembermánuði ár hvert. Það hlutfall jókst um 6,5% á milli mánaða í ár og var 13,3% í nóvember síðastliðnum, samanborið við 16,6% í fyrra. Þetta kemur fram í greiningu Rannsóknaseturs verslunarinnar sem segir greinilegt að kortavelta nóvembermánaðar einkennist af jólagjafakaupum. Heilt yfir nam aukning í verslunartengdri veltu 8,7% milli mánaða. Stóraukning í sölu raf- og heimilistækja Mest var aukningin milli október og nóvember í veltu gjafavöru- og minjagripaverslunar eða 64,9% og í veltu verslunar með raf- og heimilistæki eða 52,5%. Velta í verslun með heimilisbúnað jókst um 23,3% á milli mánaða, í bóka, blaða og hljómplötuverslun um 20,2% og velta byggingavöruverslunar jókst um 21,7%. Velta í innlendri fataverslun stóð þó í stað á milli mánaða. Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 79,5 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum, sem er 12,6% hærra en í nóvember í fyrra og 18,9% hærra en í nóvember 2019. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 15,6% í nóvember en sama hlutfall var 2,3% í fyrra og 16,4% í nóvember 2019. Erlend kortavelta dróst saman um 30% milli mánaða í takt við fækkun ferðamanna, en brottfarir ferðamanna um Keflavíkurflugvöll drógust saman um tæp 27% á sama tíma.
Verslun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira