Sports Direct opnar 1.750 fermetra verslun á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2021 14:12 Biðröð myndaðist fyrir utan verslun Sports Direct í Lindum í Kópavogi sumarið 2020 þegar samkomubann stóð sem hæst. Vísir/Vilhelm Til stendur að opna 1.750 fermetra íþróttaverslun Sports Direct á Norðurtorgi á Akureyri næsta vor. Gengið var frá samningum við bresku íþróttavörukeðjuna á Þorláksmessu. Pétur Bjarnason, annar eigandi fasteignafélagsins Klettáss sem á Norðurtorg, segir spennandi tíma fram undan á Akureyri. Þar með hefur tekist að leigja út allt rými í nýja 11 þúsund fermetra verslunarkjarnanum sem fyrir breytingar gekk undir nafninu Sjafnarhúsið. „Þetta er búið að vera í pípunum í nokkra mánuði og við gengum frá þessu 23. desember. Þegar við erum að tala um Covid og menn í útlöndum sem eru að skrifa undir þá er þetta alltaf erfiðara,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þetta er mjög spennandi, ekki bara fyrir okkur heldur bara allt samfélagið á Norðurlandi. Þetta verður stærsta íþróttavöruverslun á svæðinu.“ Ari Pétursson, verkefnastjóri hjá Klettás, Auðunn Guðmundsson og Pétur Bjarnason, eigendur Klettáss.Klettás Rúmfatalagerinn og Ilva hafa verið með verslanir á Norðurtorgi frá því að kjarninn var opnaður í sumar og Bónus opnar þar verslun á næsta ári. Klettás hyggst á næstunni leggja fram breytingu á deiliskipulagi og vonast til að geta byggt allt að 20 þúsund fermetra til viðbótar á svæðinu en fasteignafélagið á einnig nærliggjandi lóð við Sjafnargötu 1. Áætlar félagið að byggja blöndu af verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. „Við erum einnig búin að falast eftir því að fá heilsugæslu á svæðið og sendum inn mjög metnaðarfullar tillögur um nýbyggingu sem er alveg sniðin að þörfum heilsugæslunnar. Kröfurnar frá þeim voru miklar, við fórum í mikla vinnu við að undirbúa þetta og teljum okkur vera með flottar tillögur.“ Bíða forsvarsmenn Klettáss enn eftir svörum frá bæjaryfirvöldum varðandi þau áform. Verslun Akureyri Tengdar fréttir Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07 Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Pétur Bjarnason, annar eigandi fasteignafélagsins Klettáss sem á Norðurtorg, segir spennandi tíma fram undan á Akureyri. Þar með hefur tekist að leigja út allt rými í nýja 11 þúsund fermetra verslunarkjarnanum sem fyrir breytingar gekk undir nafninu Sjafnarhúsið. „Þetta er búið að vera í pípunum í nokkra mánuði og við gengum frá þessu 23. desember. Þegar við erum að tala um Covid og menn í útlöndum sem eru að skrifa undir þá er þetta alltaf erfiðara,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þetta er mjög spennandi, ekki bara fyrir okkur heldur bara allt samfélagið á Norðurlandi. Þetta verður stærsta íþróttavöruverslun á svæðinu.“ Ari Pétursson, verkefnastjóri hjá Klettás, Auðunn Guðmundsson og Pétur Bjarnason, eigendur Klettáss.Klettás Rúmfatalagerinn og Ilva hafa verið með verslanir á Norðurtorgi frá því að kjarninn var opnaður í sumar og Bónus opnar þar verslun á næsta ári. Klettás hyggst á næstunni leggja fram breytingu á deiliskipulagi og vonast til að geta byggt allt að 20 þúsund fermetra til viðbótar á svæðinu en fasteignafélagið á einnig nærliggjandi lóð við Sjafnargötu 1. Áætlar félagið að byggja blöndu af verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. „Við erum einnig búin að falast eftir því að fá heilsugæslu á svæðið og sendum inn mjög metnaðarfullar tillögur um nýbyggingu sem er alveg sniðin að þörfum heilsugæslunnar. Kröfurnar frá þeim voru miklar, við fórum í mikla vinnu við að undirbúa þetta og teljum okkur vera með flottar tillögur.“ Bíða forsvarsmenn Klettáss enn eftir svörum frá bæjaryfirvöldum varðandi þau áform.
Verslun Akureyri Tengdar fréttir Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07 Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07
Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00