Sports Direct opnar 1.750 fermetra verslun á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2021 14:12 Biðröð myndaðist fyrir utan verslun Sports Direct í Lindum í Kópavogi sumarið 2020 þegar samkomubann stóð sem hæst. Vísir/Vilhelm Til stendur að opna 1.750 fermetra íþróttaverslun Sports Direct á Norðurtorgi á Akureyri næsta vor. Gengið var frá samningum við bresku íþróttavörukeðjuna á Þorláksmessu. Pétur Bjarnason, annar eigandi fasteignafélagsins Klettáss sem á Norðurtorg, segir spennandi tíma fram undan á Akureyri. Þar með hefur tekist að leigja út allt rými í nýja 11 þúsund fermetra verslunarkjarnanum sem fyrir breytingar gekk undir nafninu Sjafnarhúsið. „Þetta er búið að vera í pípunum í nokkra mánuði og við gengum frá þessu 23. desember. Þegar við erum að tala um Covid og menn í útlöndum sem eru að skrifa undir þá er þetta alltaf erfiðara,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þetta er mjög spennandi, ekki bara fyrir okkur heldur bara allt samfélagið á Norðurlandi. Þetta verður stærsta íþróttavöruverslun á svæðinu.“ Ari Pétursson, verkefnastjóri hjá Klettás, Auðunn Guðmundsson og Pétur Bjarnason, eigendur Klettáss.Klettás Rúmfatalagerinn og Ilva hafa verið með verslanir á Norðurtorgi frá því að kjarninn var opnaður í sumar og Bónus opnar þar verslun á næsta ári. Klettás hyggst á næstunni leggja fram breytingu á deiliskipulagi og vonast til að geta byggt allt að 20 þúsund fermetra til viðbótar á svæðinu en fasteignafélagið á einnig nærliggjandi lóð við Sjafnargötu 1. Áætlar félagið að byggja blöndu af verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. „Við erum einnig búin að falast eftir því að fá heilsugæslu á svæðið og sendum inn mjög metnaðarfullar tillögur um nýbyggingu sem er alveg sniðin að þörfum heilsugæslunnar. Kröfurnar frá þeim voru miklar, við fórum í mikla vinnu við að undirbúa þetta og teljum okkur vera með flottar tillögur.“ Bíða forsvarsmenn Klettáss enn eftir svörum frá bæjaryfirvöldum varðandi þau áform. Verslun Akureyri Tengdar fréttir Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07 Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Pétur Bjarnason, annar eigandi fasteignafélagsins Klettáss sem á Norðurtorg, segir spennandi tíma fram undan á Akureyri. Þar með hefur tekist að leigja út allt rými í nýja 11 þúsund fermetra verslunarkjarnanum sem fyrir breytingar gekk undir nafninu Sjafnarhúsið. „Þetta er búið að vera í pípunum í nokkra mánuði og við gengum frá þessu 23. desember. Þegar við erum að tala um Covid og menn í útlöndum sem eru að skrifa undir þá er þetta alltaf erfiðara,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þetta er mjög spennandi, ekki bara fyrir okkur heldur bara allt samfélagið á Norðurlandi. Þetta verður stærsta íþróttavöruverslun á svæðinu.“ Ari Pétursson, verkefnastjóri hjá Klettás, Auðunn Guðmundsson og Pétur Bjarnason, eigendur Klettáss.Klettás Rúmfatalagerinn og Ilva hafa verið með verslanir á Norðurtorgi frá því að kjarninn var opnaður í sumar og Bónus opnar þar verslun á næsta ári. Klettás hyggst á næstunni leggja fram breytingu á deiliskipulagi og vonast til að geta byggt allt að 20 þúsund fermetra til viðbótar á svæðinu en fasteignafélagið á einnig nærliggjandi lóð við Sjafnargötu 1. Áætlar félagið að byggja blöndu af verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. „Við erum einnig búin að falast eftir því að fá heilsugæslu á svæðið og sendum inn mjög metnaðarfullar tillögur um nýbyggingu sem er alveg sniðin að þörfum heilsugæslunnar. Kröfurnar frá þeim voru miklar, við fórum í mikla vinnu við að undirbúa þetta og teljum okkur vera með flottar tillögur.“ Bíða forsvarsmenn Klettáss enn eftir svörum frá bæjaryfirvöldum varðandi þau áform.
Verslun Akureyri Tengdar fréttir Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07 Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07
Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00